Um Securitas

UmSecuritas big

Securitas 580-7000 eða neyðarþjónusta 533-5533

Útibú Securitas

Rauði jakkinn

Allir öryggisverðir Securitas hafa hlotið öryggisvarðaþjálfun og eru vel þjálfaðir í aðstæðum sem oft blasa við þeim sem eru fyrstir á vettvang óhappa. Securitas hefur hinsvegar ákveðið að stíga skrefið lengra og bjóða viðskiptavinum sínum upp á enn betri og sérhæfðari þjónustu með því að auka þjálfun Viðbragðsteymis Securitas. í samvinnu milli Securitas Skólans og Sjúkraflutningaskóla Íslands hafa átta öryggisverðir farið í gegnum stíft nám í vettvangshjálp og undirbúning fyrir sjúkraflutning. Sérþjálfaðir starfsmenn Securitas munu því í framtíðinni tryggja, ef svo ber undir með enn skilvirkari hætti en áður hefur þekkst að hnappþegar fái besta mögulegan undirbúning fyrir flutning á sjúkrahús eða komu sérfræðinga svo sem sjúkraflutningsmanna og lækna .

Þeir öryggisverðir, í viðbragðsteymi Securitas, sem hafa farið í gegnum námið eru klæddir í rauðan öryggisvarðajakka sem aðgreinir þá frá hefðbundnum öryggisvörðum í Svörtu jökkunum. „ Markmið Securitas er að sem flestir öryggisverðir í viðbragðsteymi fyrirtækisins fari í gegnum þessa þjálfun. Stefna Securitas er að veita ætíð frábæra þjónustu og við erum stolt af þessari viðbót við þjónustuframboðið okkar.

Securitas hefur í áraraðir boðið viðskiptavinum sínum upp á Öryggishnappa og þjónustu í kringum hnappinn. Öryggishnappur Securitas er einfalt og fyrirferðarlítið öryggistæki , sem er borinn um háls eða úlnlið og er alltaf innan seilingar. Verði óhapp, veikindi eða slys innan heimilisins þá er nóg að ýta á hnappinn til þess að komast í beint talsamband við stjórnstöð Securitas. Þar er sérþjálfað starfsfólk á vakt 24 tíma á sólarhring alla daga ársins. Aðstoð er strax veitt í gegnum talsamband við hnappþega og um leið er viðbragðsteymi sent heim til viðkomandi.

Öryggishnappurinn er til þess ætlaður að veita fólki öryggi á heimili sínu í þeim tilgangi að það geti búið þar sem lengst, ásamt því að bæta lífsgæði þess. Einn af kostum hnappsins er sá að hann dregur verulega úr áhyggjum aðstandenda sem vita af sínum nánustu í öruggum höndum öllum stundum. Þjónustan stendur öllum til boða en Sjúkratryggingar Íslands greiða niður hluta af kostnaðinum fyrir skjólstæðinga sína.

raudirjakka net

Á myndinni má sjá fyrsta útskriftarhóp viðbraðgsteymis Securitas. Þessir átta öryggisverðir fóru í gegnum strembið nám í Sjúkraflutningskóla Íslands og luku prófum með miklum glans. Þeir munu hér eftir klæðast Rauðum jökkum sem aðgreinir þá frá öðrum öryggisvörðum.  Viðbragðsteymið tryggir að viðskiptavinir Securitas fái besta mögulegan undirbúning fyrir flutning á sjúkrahús, eða komu sérfræðinga svo sem sjúkraflutningsmanna og lækna ef svo ber undir.

Stjornstod

gaedastefna

starfsfolk

Vinnahjasecuritas

Securitas á Sjávarútvegssýningunni

SEC Skip og batar smallDagana 25.-27. september verður Sjávarútvegssýningin haldin í Kópavogi. Securitas mun kynna ýmsar lausnir fyrir sjávarútveg, hvort sem er á landi eða á sjó.

Við munum til dæmis kynna nýja myndeftirlitslausn fyrir skip og báta, slökkvikerfi auk annarrar þjónustu.

Okkur þætti mjög gaman að fá þig í básinn okkar G61. Þar verður boðið upp á "kaldan af krana" auk þess sem sérfræðingar okkar munu kynna lausnir okkar.

Við hlökkum til að sjá þig.

Starfsfólk Securitas

http://www.icefish.is/

vidskiptavinir

reynslusogur

Securitas sér um slökkvikerfi fyrir Landsvirkjun

landsvirkjun logo2Securitas og Landsvirkjun skrifuðu í vikunni undir verksamning til þriggja ára. Samkvæmt samningnum mun Securitas sjá um uppsetningu sjálfvirkra slökkvikerfa í 8 aflstöðvum Landsvirkjunar ásamt almennu viðhaldi. Slökkvikerfið er þess eðlis að ef upp kemur eldur sprautar kerfið lofttegund út í rýmið sem minnkar súrefni og eldur slokknar, í stað þess að nota vökva eða duft með tilheyrandi tjóni. Landsvirkjun starfrækir fjórtán vatnsaflsstöðvar og tvær jarðvarmastöðvar víðs vegar um landið á fimm starfssvæðum.

Securitas var lægstbjóðandi í verkið byggt á verðfyrirspurn frá Landsvirkjun. Landsvirkjun leggur ríka áherslu á öryggismál og hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við Securitas varðandi eftirlit og öryggismál

Á myndinni má sjá forsvarsmenn fyrirtækjanna við undirskrift samnings, vinstra megin er Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri Orkusviðs og við hlið hans er Pálmar Þórisson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Securitas.

Einar Pálmar handsal2

 

gotugrillid

Loading...