Við viljum stuðla að bættri líkamlegri og andlegri heilsu okkar starfsmanna. Við bjóðum upp á heilsueflandi viðburði, tökum þátt í Hjólað í vinnuna og Lífshlaupinu. Eins er mikil stemming fyrir heilsueflandi mánuði Securitas sem er ár hvert, en þá fáum við fyrirlesara til okkar, bjóðum upp á heilsufarsmælingu og leggjum áherslu á heilsusamlegan mat í hádeginu.
Við bjóðum starfsmönnum upp á innflúensusprautu, heilsufarsmælingu og erum með samning sem tryggir okkur greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu sé þess þörf. Einnig erum við með samgöngusamning fyrir þá sem kjósa vistvænan ferðamáta til og frá vinnu