Vinnustaðurinn

 

Securitas er þjónustufyrirtæki sem veitir starfsfólki tækifæri til starfsþróunar. Okkar starf er að auka öryggi viðskiptavina með gildin okkar að leiðarljósi sem eru árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi.

 

Vinnustaðurinn

Staður til að vaxa og dafna í starfi

Securitas er þjónustufyrirtæki sem veitir starfsfólki tækifæri til starfsþróunar. Okkar starf er að auka öryggi viðskiptavina með gildin okkar að leiðarljósi sem eru árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi. Við vinnum saman sem ein heild við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Securitas er jafnlaunavottað fyrirtæki sem starfar eftir jafnlauna- og jafnréttisstefnu. 

Lifandi vinnustaður

Alltaf eitthvað að gerast

Securitas er mjög lifandi vinnustaður þar sem við vinnum öll af krafti alla daga en erum líka mjög dugleg að gera skemmtilega hluti saman og hlúa að þeim frábæra og lifandi starfsanda sem ríkir hjá Securitas.

Vinnustaðurinn hópefli reipitog

Aðstaðan

Hjá okkur starfa um 500 manns, flestir starfa á höfuðborgarsvæðinu með starfstöð í Skeifunni 8 en Securitas heldur úti þremur útibúum,  á Akureyri, Eskifirði og Reykjanesi. Í Skeifunni störfum við öll í opnu rými sem auðveldar miðlun og samskipti milli starfsfólks og leita þannig bestu lausna fyrir viðskiptavini okkar. 

Starfsfólk hefur hækkanleg vinnuborð og hægt er að nýta fundarherbergi fyrir stærri eða smærri fundi og í Skeifunni er barnaherbergi þar sem hægt er að finna margvíslega afþryingu fyrir börnin. Mötuneytið og Kaffi Securitas er staðsett í miðju húsinu og er því oft kallað hjarta Securitas. Þar hittist starfsfólk úr öllum deildum og setjast niður í gott kaffi og spjall með félögunum. Fyrir þá sem að vilja nota eigin orku til að ferðast til og frá vinnu er sturtuaðstaða í boði.

Starfsfólkið

Hjá Securitas starfar fjölbreyttur og öflugur hópur starfsfólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og búum þannig til umhverfi sem okkur öllum líður vel í. Umhverfið okkar er allt í senn krefjandi og skemmtilegt og hér er góð liðsheild sem skilar sér í meiri árangri og líflegri menningu og leggjum við mikla áherslu á samvinnu og fagmennsku. Það er gaman í vinnunni, mikið hlegið og við hjálpumst öll að við að gera dag hvers annars betri.

Vinnustaðurinn tollera
Vinnustaðurinn hjá Securitas golfklúbbur og golfmót

Félagslífið

Starfsmannafélag Securitas SFS stendur reglulega fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra. Einnig eru ýmsir klúbbar virkir innan Securitas og má þar meðal annars nefna golfklúbbinn okkar, hjólaklúbbinn og hlaupahópinn. Orlofshús eru í boði fyrir okkar starfsfólk og þar er gott að slaka á allt árið um kring.

Golfklúbbur

Hjólaklúbbur

Hlaupaklúbbur

Sumarhús

Fræðsla og starfsþróun

Securitasskólinn er regnhlífarhugtak sem nær yfir allt fræðslustarf innan Securitas. Við leggjum áherslu á að starfsfólk efli þekkingu og hæfni í starfi og með Securitasskólanum tryggjum við góða  þjálfun og fræðslu sem hentar starfi hvers og eins. Starfsfólk er hvatt til að auka hæfni sína með því að sækja sér fræðslu sem styrkir þá sem einstaklinga og starfsmenn.

Securitas leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem eflir það og styrkir. Við erum stolt af því hversu margir hafa fengið að vaxa og þróast í starfi hjá Securitas, en hér er möguleiki á öflugri starfsþróun og tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma.

Vinnustaðurinn hjá Securitas jafnrétti
Samheldni á vinnustað hjá Securitas

Jafnrétti

Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum. Við tryggjum það að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.

Heilsuefling

Við viljum stuðla að bættri líkamlegri og andlegri heilsu okkar starfsmanna. Við bjóðum upp á heilsueflandi viðburði, tökum þátt í Hjólað í vinnuna og Lífshlaupinu. Eins er mikil stemming fyrir heilsueflandi mánuði Securitas sem er ár hvert, en þá fáum við fyrirlesara til okkar, bjóðum upp á heilsufarsmælingu og leggjum áherslu á heilsusamlegan mat í hádeginu.

Við bjóðum starfsmönnum upp á innflúensusprautu, heilsufarsmælingu og erum með samning sem tryggir okkur greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu sé þess þörf. Einnig erum við með samgöngusamning fyrir þá sem kjósa vistvænan ferðamáta til og frá vinnu

Vinnustaðurinn heilsueflning með hjólreiðum

Sækja um starf

Viltu vera hluti af góðri liðsheild sem starfar við að auka öryggi okkar viðskiptavina? Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna umsókn.