ANSUL PIRANHA kerfin eru fyrir viðskiptavini sem gera meiri kröfur og vilja tryggja rekstrarsamfellu.
Ólíkt hefðbundnum háfakerfum er hægt að færa til eldunartækin undir háfnum og breyta uppröðun án þess að það þurfi að breyta slökkvikerfinu.
PIRANHA hentar betur í sýningareldhús þar sem
fagurfræðin skiptir máli, enda sjást úðastútarnir ekki undan háfnum.
PIRANHA kerfin eru tengd inn á vatn þannig að þegar kerfið hefur dælt út slökkvimiðli til að slökkva eldinn þá dælir það vatni eftir á. Vatnið vinnur með slökkvimiðlinum og kælir svæðið.
Þessi kæling verður til þess að hægt er að byrja notkun á eldhúsinu aftur nokkrum klukkustundum eftir að eldur
kemur upp.