Því miður hefur það sýnt sig að nauðsynlegt er að auka öryggi á sveitabýlum og bæjum þar sem óvandaðir aðilar hafa komist að því að víða eru bæir ólæstir og hafa fært sér það í nyt með tilheyrandi óþægindum og tjóni fyrir eigendur.
Securitas býður heildarlausnir í öryggismálum fyrir sveitabýli sem m.a. innifela öflug aðgangsstýringakerfi, varnir gegn innbrotum auk vöktunar og aukins öryggis fyrir búfénaðinn.
Hægt að er stýra aðgengi að öllum húsum á bænum án þess að fólkið á bænum verði fyrir miklum óþægindum við að komast um hurðir. Þvert á móti er hægt að auðvelda margt og koma jafnvel upp snertilausum hurðaopnunum sem auka þægindi, öryggi og hreinlæti.