ALMENNIR SKILMÁLAR

 
 • Inngangur og upplýsingar um Securitas
  • Viðskiptaskilmálar þessir gilda um öll viðskipti, samninga og tilboð Securitas hf., kt. 6403882699, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík („Securitas“) við þriðju aðila um sölu á vörum og/eða þjónustu.
  • Á grundvelli einstaka þjónustusamninga kann Securitas að taka að sér tilgreind verk eða þjónustu fyrir viðskiptavini. Lýsing á verki eða þjónustu, afmörkun og umfangi er þá að finna í viðeigandi þjónustusamningi („samningur aðila“). Í slíkum tilvikum teljast skilmálar þessir hluti af samningi aðila.
  • Securitas er með virðisaukaskattsnúmerið 010652 og er skráð í fyrirtækjaskrá. Hægt er að hafa samband við Securitas í síma 580-7000 milli 8:30 og 16:00 virka daga (föstudaga 8:30 -15:00) eða securitas@securitas.is og skal öllum athugasemdum, spurningum eða kvörtunum vegna skilmála þessara eða viðskipta milli viðskiptavinar og Securitas beint þangað.
 • Þjónustugjald og kostnaður
  • Fyrir þjónustu og/eða vörur greiðir viðskiptavinur það gjald sem tiltekið er í samningi aðila og önnur gjöld sem fram koma í skilmálum þessum. Securitas kann að ákvarða breytingar á mánaðargjaldinu til hækkunar eða lækkunar í samræmi við grein 1.
  • Verði ágreiningur um fjárhæð reikninga getur viðskiptavinur ekki neitað greiðslu á þeim hluta sem er óumdeildur. Viðskiptavinur ber að upplýsa Securitas um hvers konar athugasemdir við reikninga þegar í stað og eigi síðar en innan sjö (7) dögum frá útgáfu reiknings.
  • Ef greiðslur eru ekki inntar af hendi á eindaga reiknast á þær dráttarvextir skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá gjalddaga ásamt vanskilakostnaði.
  • Mánaðargjöld
   • Sé samið um mánaðargjöld í samningi aðila greiðast þau fyrirfram og er gjalddagi reikninga 18. dags mánaðar.
   • Sé ekki annað tiltekið í samningi aðila miðast mánaðargjaldið við launavísitölu til verðtryggingar, með grunnvísitölu í sama mánuði og dagsetning undirritaðs samningsins og breytist með henni til hækkunar eða lækkunar, þó aldrei lægri en grunnvísitalan segir til um.
  • Stofnkostnaður

Sé samið um sérstakan stofnkostnað skal slíkur kostnaður greiddur við upphaf viðskipta eins og er nánar tiltekið í samningi milli aðila.

 • Ferðakostnaður
  • Sé þjónusta framkvæmd utan þjónustusvæðis Securitas skal viðskiptavinur greiða fyrir fyrir (i) akstur, (ii) dagpening og (iii) annan ferðakostnað í samræmi við gjaldskrá eins og hún er á hverjum tíma. 
  • Þjónustusvæði Securitas nær til Höfuðborgasvæðisins, Reykjanesbæjar, Akraness, Borganess, Selfoss og Akureyrar. Nákvæma útlistun á þjónustusvæði má nálgast á heimasíðu Securitas.
 • Annar kostnaður

Securitas býður uppá útkallsþjónustu fyrir þau öryggiskerfi sem staðsett eru innan þjónustusvæðis, sjá nánar um það í gr. 2.6b. Ef húsnæði er fyrir utan þjónustusvæðis er ekki boðið uppá útkallsþjónustu.  Securitas er heimilt að innheimta allan kostnað vegna útkalla sem hægt er að rekja til rangrar eða gáleysislegrar umgengni á vegum viðskiptavinar.

 • Skyldur aðila
  • Viðskiptavinur skal veita Securitas fullnægjandi aðgang að aðstöðu sinni, og eftir atvikum þriðju aðila, svo Securitas sé kleift að sinna skyldum sínum samkvæmt samningi aðila sem skal fara fram á slíkum stað. Viðskiptavinur skal jafnframt veita Securitas nauðsynlegar og réttar upplýsingar, leiðbeiningar og/eða fyrirskipanir svo Securitas geti fullnægt skyldum sínum.
  • Securitas skal framkvæma þá þjónustu sem kveðið er á um í samningi aðila í samræmi við þá lýsingu og umfang sem þar er kveðið á um. Securitas áskilur sér þann rétt til að neita að framkvæma þjónustu hvenær sem er.
 • Áhættuskipti, eignaréttur og skyldur við lok samningssambands
  • Sé ekki kveðið á um annað í samningi aðila skal Securitas halda eignaréttindum á öllum búnaði sem viðskiptavini er fært í hendur í tengslum við veitta þjónustu, á þetta m.a. við um hverskonar vörur, búnað og hugverkaréttindi sem kunna að fylgja búnaði, t.d. tölvuforrit og tölvukóða.
  • Sé um að ræða sölu á vöru skulu áhættuskipti vera við afhendingu eða uppsetningu. Vörur teljast afhentar þegar viðskiptavinur hefur tekið á móti þeim eða um leið og móttaka var möguleg hafi viðskiptavinur ekki veitt vörunni móttöku vegna atvika er viðskiptavin varða.
  • Við lok samnings skal viðskiptavinur afhenda Securitas allan búnað og/eða vörur í eigu Securitas og veita alla þá aðstoð sem nauðsynleg er til að endurheimta hann, þ.m.t. með þeim hætti sem kveðið er á um í grein 1.
 • Ábyrgð samningsaðila og tryggingar
  • Ábyrgð
   • Ábyrgð Securitas á seldum vörum er í samræmi við lög þar að lútandi. Ábyrgð á nýjum vörum sem seldar eru til einstaklinga er 2 ár en vörur sem seldar eru til lögaðila 1 ár.
   • Ábyrgð á seldum vörum nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur úr gildi ef aðrir en starfsmenn Securitas hafa átt við vöruna án samþykkis. Ábyrgð nær ekki til  bilana eða tjóns af utanaðkomandi orsökum, svo sem eldsvoða, vatns, þjófnaðar, slyss, verkfalla, rafmagnsbilunar eða spennubreytinga. Ábyrgð nær ekki til búnaðar sem seldur er notaður, nema um slíkt sé samið sérstaklega áður en gengið er frá kaupum.
   • Securitas ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða við flutning vöru hjá þriðja aðila. Ef viðskiptavinur vill tryggja vöru sérstaklega fyrir flutning þarf það að koma skýrt fram við vörukaup. Sölumenn Securitas hafa þá samband við kaupanda og benda á mögulegar leiðir í boði.
  • Bótaskylda
   • Bótaskylda Securitas takmarkast við beint tjón sem viðskiptavinur kann að verða fyrir í tengslum við samning aðila. Bótaábyrgð Securitas nær þannig ekki til óbeins eða afleidds tjóns viðskiptavinar eða þriðja aðila. Þannig ber Securitas heldur ekki bótaábyrgð af þeirri ástæðu einni saman að virkni þjónustu og/eða vöru bar ekki þann árangur sem væntingar stóðu til eða ef bilanir verða í vörum eða búnaði sem ekki verða raktar til Securitas eða vegna rangrar notkunar viðskiptavinar af vörum eða þjónustu Securitas.
   • Bótaskylda Securitas takmarkast jafnframt við það tjón sem viðskiptavinur verður sannanlega fyrir vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis Securitas.
   • Rifti Securitas samningi aðila vegna vanefnda viðskiptavinar, skal Securitas ekki vera bótaskylt vegna tjóns sem kann að verða vegna riftunarinnar.
   • Bótaábyrgð Securitas takmarkast að hámarki við þá fjárhæð, sem nemur því þjónustugjaldi, sem viðskiptavinur hefur greitt Securitas samkvæmt samningi aðila á síðustu tólf mánuðum áður en tjónsatburður átti sér stað.
   • Að öðru leyti fer um bótaábyrgð skv. almennum reglum skaðabótaréttar.
  • Tryggingar
   • Viðskiptavin er ljóst að sú þjónusta sem Securitas veitir er ekki þess eðlis að vátryggingar, t.d. bruna-, vatnstjóns, tækja-, rekstrarstöðvunar-, innbrots- og/eða aðrar tryggingar og ábyrgðartryggingar séu ónauðsynlegar fyrir viðskiptavin. Viðskiptavin ber því að vátryggja hagsmuni sína og eigur eftir þörfum hverju sinni.
  • Viðhald og viðgerðir
   • Nema um annað sé samið skal Securitas bera ábyrgð á almennu viðhaldi á leigðum búnaði vegna hefðbundinnar og eðlilegrar notkunar. Viðskiptavinir ber ábyrgð á öllu viðhaldi og rekstri á keyptum vörum.
   • Allar viðgerðir á búnaði sem Securitas selur skulu að jafnaði fara fram á verkstæði Securitas sem er staðsett í Skeifunni 8, 108 Reykjavík. Þjónustutími þess er frá kl 08.00 – 16.00 alla virka daga. Ef viðskiptavinur óskar sérstaklega eftir viðhaldi utan dagvinnutíma er það rukkað skv. gjaldskrá. Allar viðgerðir á seldum og/eða legðum búnaði skulu framkvæmdar af Securitas og skal öðrum aðilum óheimilt að framkvæma viðgerðir á búnaði án samþykki Securitas.
   • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir öllum skemmdum og óheimilum breytingum á leigðum búnaði. Ef rekja má viðgerðarkostnað á leigðum búnaði til rangrar eða slæmrar meðferðar á búnaði er Securitas heimilt að innheimta þann kostnað sérstaklega.
   • Viðhaldsþjónusta skal almennt fara fram á dagvinnutíma samkvæmt skilgreiningu Securitas hverju sinni.
   • Telji viðskiptavinur leigðan eða keyptan búnað eða vörur vera gallaðar eða ekki virka sem skyldi skal viðskiptavinur hafa samband við Securitas samkvæmt gr. 3 varðandi frekari greiningu. Securitas áskilur sér rétt til að sannreyna hvort að um galla sé að ræða. Þá skal Securitas ákveða hvernig bregðast skuli við gallanum, t.d. hvort endurgreiða skuli búnað, gera við hann eða skipta honum út fyrir ógallaðan búnað.
  • Vanskil og riftun

Vanræki annar hvor aðili samningsskyldur sínar eða verður ókleift að efna þær getur hvor aðili um sig rift viðskiptasambandinu án fyrirvara með tilkynningu þess efnis sem skal berast með sannarlegum hætti annað hvort skriflega eða í tölvupósti. Við riftun er Securitas heimilt rjúfa tengingu við stjórnstöð, óvirkja smáforrit og/eða taka niður og fjarlægja merkingar og/eða leigðan búnað á kostnað viðskiptavinar.

 • Persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga
  • Þjónusta Securitas kann að fela í sér vinnslu persónuupplýsinga. Vinnsla Securitas á persónuupplýsingum skal uppfylla skilyrði persónuverndarlaga. Um vinnsluna gildir persónuverndarstefna Securitas sem er aðgengileg á vefsíðu Securitas (  https://www.securitas.is/personuverndarstefna.html).
  • Securitas er vinnsluaðili og viðskiptavinur ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga fyrir vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem verða til í búnaði sem Securitas hefur aðgang að vegna þjónustu sinnar.
 • Óviðráðanleg atvik (force majeure)

Komi upp óviðráðanleg staða vegna ófyrirséðra orsaka (force majeure), t.d. eldsvoða, verkfalla, náttúruhamfara, stríðsástands, hryðjuverka eða truflunar á fjarskiptum er heimilt að víkja frá ákvæðum skilmála þessa.

 • Undirverktaka
  • Securitas er heimilt að útvista þjónustu sinni að hluta eða í heild til þriðju aðila.
  • Viðskiptavini er ekki heimilt að beina kröfum sínum að slíkum undirverktökum, nema lög kveði á um annað.
  • Að öðru leyti skal ábyrgð slíkra undirverktaka afmarkast við ákvæði greinar 5 í skilmálum þessum.
  • Undirverktökum er heimilt að hafa samband við viðskiptavin með tölvupósti eða í síma í tengslum við umsamda þjónustu.
 • Framsal réttinda

Viðskiptavini skal óheimilt að framselja réttindi sín samkvæmt samningi aðila án fyrirfram skriflegs samþykkis Securitas.

 • Úrlausn ágreiningsmála
  • Um skilmála þessa gilda íslensk lög.
  • Securitas og viðskiptavinur skulu leitast við að ná sáttum ef upp kemur ágreiningur um framkvæmd eða túlkun skilmála þessara.
  • Nái aðilar ekki sáttum kann viðskiptavinur að eiga rétt á úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa (kvth.is) vegna ágreiningsins.
  • Rísi mál út af samningi þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
 • Annað
  • Ef ósamræmi er á milli samningi aðila og skilmála þessara skulu skilmálarnir ganga framar, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
  • Securitas áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og gjaldskrá hvenær sem er. Skal viðskiptavini tilkynnt um slíkar breytingar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Nýjasta útgáfa skilmála þessara er ávallt aðgengileg á vefsvæði Securitas.