Verslun og þjónusta

Öryggislausnir fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki

Securitas hefur um langt árabil þjónustað fjármálafyrirtæki á Íslandi. Þarfirnar eru fjölþættar og stærð fyrirtækja mismunandi. En Securitas býður vandaðar og sveigjanlegar lausnir sem geta vaxið með fyrirtækjum. Hér á þessari síðu förum við í gegnum helstu kerfi og þá þjónustu sem Securitas býður í öryggislausnum fyrir fjármálafyrirtæki.

Öryggiskerfi fyrir verslanir

Aðstæður í verslunum geta verið mjög mismunandi eftir húsnæði og eðli starfseminnar. Það er mikilvægt að velja öryggiskerfi og öryggisbúnað sem hentar hverri verslun. 

Securitas býður öfluga Firmavörn sem er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.

Reyndir öryggisráðgjafar Securitas aðstoða verslunareigendur við hámarka öryggi með sem hagkvæmustum hætti.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf reyndra öryggisráðgjafa.

Öryggiskerfi fyrir verslanir frá Securitas
Vöruvernd vöruverndarhlið þjófavarnarhlið í verslanir

Vöruvernd

Securitas býður víðtæka vöruverndarlínu fyrir verslanir og fyrirtæki. Vöruverndarhlið frá Securitas hafa marg sannað gildi sitt. Securitas býður lausnir sem henta öllum stærðum fyrirtækja. Mögulegt er að setja upp hlið í fjölmörgum útfærslum fyrir stærri sem smærri verslanir og fyrirtæki.

Vöruverndarmerki

Vöruverndarmiðar frá Securitas eru af hæstu gæðategund sem tryggir hámarksvirkni vöruverndarhliðanna.

Securitas býður örugg R50 hörð vöruverndarmerki. Merkin eru með klippivörn þannig að mun erfiðara er að klippa pinna úr merkjunum.

Merkin eru einnig með sterkt hald á pinnanum sem tryggir að ekki sé hægt að toga merkin í sundur. Opna þarf merkin með sérstökum segulopnara.

Merkin er hægt að fá með blekhylkjum sem springa ef reynt er að opna þau á rangan hátt.

Securitas býður einnig miða fyrir snyrtivörur ásamt miðum fyrir frysti- og kælivörur.

Öryggiskerfi fyrir verslanir frá Securitas vöruverndarmerki á jakkaermi
Aðgangsstýringarkerfi frá Securitas sem hluti af öflugu öryggiskerfi Aðgangsstýringarkerfi frá Securitas sem hluti af öflugu öryggiskerfi

Aðgangsstýringar

Aðgengismál í verslunum og þjónustufyrirtækjum eru mjög mikilvæg til að tryggja öryggi starfsfólks og verðmæta í fyrirtækjunum. En aðgangsstýringakerfi eru ekki eingöngu nýtt með öryggissjónarmið í huga því þau geta veitt mikilvægar upplýsingar og auðveldað stjórnendum margvísleg atriði. 

Algengt er að stjórnendur fái boð ef óvanaleg atvik koma upp s.s. að ekki er búið að opna verslun eða afgreiðslustað á skilgreindum tíma. Þetta á einnig við um lokanir. Fyrirtæki með margar starfsstöðvar og/eða með starfsfólk sem kemur og fer á vaktir s.s. skólafólk, nýta sér eiginleika að geta opnað og lokað aðgengi starfsfólks eins og hentar á hverjum tíma í gegnum snjallsíma stjórnenda.

Leitaðu til öryggissérfræðinga Securitas sem geta aðstoðað þig bæði við að auka öryggið og auðvelda reksturinn.

Myndavélakerfi

Á þeim stöðum þar sem verðmæti eru handleikin er ákveðin hætta á að aðilar reyni að komast yfir þau verðmæti með óheiðarlegum hætti. Með neyðarhnöppum og öðrum lausnum er hægt að auðvelda starfsfólki að gera stjórnstöð og lögreglu viðvart ef upp koma atvik sem kalla á neyðarviðbrögð.

Öryggismyndvélar dome Myndavélakerfi frá Securitas
Staðbundin gæsla öryggisgæsla á staðnum með öryggisvörðum frá Securitas

Mönnuð öryggisgæsla

Veigamikill þáttur í þeim öryggislausnum sem verslanir og þjónustufyrirtæki byggja oft á er að hafa vel þjálfaða staðbundna öryggisverði í þjónustu sinni.

Hlutverk öryggisvarða er m.a. að fylgjast með og tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna á sama tíma og þeir gæta verðmæta í fyrirtækinu.

Þeir sjá einnig til þess að reglum varðandi umgengni og frágang sé fylgt og að áherslum í samþykktri öryggisstefnu viðkomandi fyrirtækis sé einnig fylgt eftir. 

Mögulegt er að nýta þjónustu öryggisvarða til lengri eða skemmri tíma eða á sérstökum tímabilum s.s. rétt fyrir jól o.s.frv.

Eftirlitsferðir

Þjálfaður öryggisvörður Securitas kemur í fyrirtæki á tilteknum tímum, t.d. eftir lokun og er síðasti aðilinn út í lok dags.

Gengið er úr skugga um að fyrirtækið sé öruggt og farið yfir frágang með tilliti til innbrotahættu, brunahættu, óeðlilegra mannaferða, skemmdarverka, vatnsleka eða annarra þátta sem gætu hafa farið úrskeiðis á annasömum vinnustað.

Stjórnendur fá skýrslu um ástand mála og geta í kjölfarið gripið til ráðstafana ef endurtekin atvik koma upp varðandi einstaka öryggisþætti.

Eftirlitsferðir Securitas í verslunum Eftirlitsferðir Securitas í verslunum
Verðmætaflutningar Securitas Verðmætaflutningar Securitas sérþjálfaðir öryggisverðir og sérhæfður búnaður

Verðmætaflutningar

Í verðmætaflutningum starfa vel þjálfaðir öryggisverðir með bakgrunn úr öryggisgæslu og annarri neyðarþjónustu. Flestir öryggisverðir sem sinna þessari þjónustu hafi því unnið um árabil hjá fyrirtækinu áður en þeir teljast gjaldgengir í verðmætaflutninga fjármálafyrirtækja.

Securitas hefur um árabil annast verðmætaflutninga fyrir verslanir.

Brunaviðvörunarkerfi

Securitas býður vönduð og öflug brunaviðvörunarkerfi fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki. Í stærri verslunarmiðstöðum er gjarnan eitt brunaviðvörunarkerfi fyrir allt húsið en á öðrum stöðum þurfa fyrirtæki að sjá um sínar brunavarnir sjálf. Securitas er með lausnir á brunavörnum fyrir allar stærðir fyrirtækja og fjölbreyttar aðstæður.

Brunaviðvörunarkerfi brunaviðvörunarbjalla sch

Öryggi á lagerum

Vörurýrnun og almennt öryggi á lagerum er mjög mikilvægur þáttur í öryggismálum margra fyrirtækja. Á óvörðum lagerum er talsverð hætta á vörurýrnun. Með öruggum aðgangsstýringum og myndeftirliti er hægt að tryggja aukið öryggi á lagerum og í vörugeymslum. 

Á þeim stöðum þar sem starfsfólk þarf t.a.m. að fara inn í kæli- og eða frystiklefa er nauðsynlegt að vera með öryggisbúnað sem gerir fólki kleift að gera vart við sig ef ekki er hægt að opna hurðir innan frá.

Auðkenni

Hjá Securitas er í boði fjölbreyttar leiðir til að auðkenna starfsfólk í verslunum bæði með rafrænum og sjónrænum hætti. Það getur t.a.m. verið mjög hentugt að prenta mynd og nafn á starfsmanni til að auðkenna sig gagnvart viðskiptavinum á sama kort og starfsmaður notar til að opna læstar hurðir.

Vinnustadur-ny-utgafa-skirteini-600x600-2 Vinnustadaskilriki-ny-utgafa-skirteini-600x600-2
Námskeið fyrirlestur frá Securitas Námskeið fyrirlestur frá Securitas

Námskeið fyrir verslun og þjónustu

Securitas býður úrval námskeiða fyrir fyrirtæki sem stunda verslun og þjónustu.

Námskeið um vörurýrnun og ógnandi hegðun eru mjög vinsæl og árangursrík.

Námskeið í skyndihjálp og brunavörnum eru ómetanleg ef upp koma atvik þar sem reynir á hæfni starfsfólks og viðbrögð á þessum sviðum.

Einnig er boðið upp á sérsniðin námskeið út frá þörfum hvers fyrirtækis.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Hafþór Theódórsson hjá Securitas Hafþór Theódórsson hjá Securitas lit

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.