Öryggi hótelgesta í forgrunni

Það er ekkert mikilvægara fyrir hóteleigendur en að gestir þeirra upplifi afslappað, faglegt og vingjarnlegt andrúmsloft á sama tíma og gestirnir finni að hótelstarfsmönnum er annt um öryggi þeirra. Hóteleigendur á Íslandi eru í auknum mæli að átta sig á þörfinni fyrir sérhæfða öryggisgæslu á hótelum bæði vegna öryggis gesta og starfsfólks og vegna markaðslegs mikilvægis. Þess vegna leggur Securitas nú aukna áherslu á þennan þátt í þjónustuframboði sínu.

Öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili

Áhersla á afburða öryggisþjónustu

Sérhæfðri öryggisþjónustu er sinnt af starfsmönnum Securitas sem hlotið hafa sérstaka og yfirgripsmikla þjálfun í öryggismálum. Þessir starfsmenn starfa sem verktakar á hótelum og vinna við hlið hótelstarfsmanna. Þeir sinna almennum hótelstörfum en leggja sérstaka áherslu á öryggisþátt starfsins. Öryggisverðirnir geta sinnt sértækri gæslu, þjónustu og sérhæfðum öryggisstörfum að nóttu til.

Starfsmenn Securitas geta verið í einkennisfatnaði fyrirtækisins eða í einkennisfatnaði hótelsins og vekja þannig ekki sérstaka athygli. Þeir hafa öryggisþáttinn ætíð í forgrunni en veita viðskiptavinum hótelsins alla þá þjónustu sem þörf er á, s.s. að skrá gesti inn og út af hóteli. Öryggisverðirnir eru sérþjálfaðir í réttum viðbrögðum við hinum ýmsu atvikum t.d. ef þörf er á skyndihjálp, viðbrögðum við ógnandi hegðun eða komi til rýmingar vegna eldsvoða.

Aukin þörf er fyrir sérstaka öryggisgæslu á hótelum í ljósi aukinnar aðsóknar erlendra ferðamanna til Íslands. Securitas býður nú sérhæfða öryggisþjónustu að fyrirmynd nágranna okkar á Norðurlöndunum. Viðskiptavinum Securitas, sem nýta þessa þjónustu, fjölgar jafnt og þétt og má það þakka hæfu og faglegu starfsfólki fyrirtækisins sem býr yfir ríkri þjónustulund ásamt yfirgripsmikilli þekkingu á tækni og tæknibúnaði.

Miklar kröfur eru gerðar til hótela þegar kemur að öryggi og forvörnum. Almennt er starfsfólk hótela vel þjálfað en oft vantar sérstaka öryggisþjálfun. Með sérhæfðan öryggisvörð frá Securitas eru meiri líkur á markvissu og fyrirbyggjandi eftirliti og faglegum viðbrögðum í erfiðum aðstæðum sem snúa að öryggi. Einnig leggur viðkomandi starfsmaður fram tillögur til úrbóta í öryggismálum ásamt því að þjónusta gesti á hvaða tímum sólarhrings sem er. Sífellt fleiri hótel í Reykjavík hafa ákveðið að nýta sér hótelþjónustu Securitas við alla næturvörslu, öryggisgæslu og eftirlit með húsnæði og umhverfi hótelsins.

Skjót viðbrögð eru nauðsynleg

Þjónustan er til mikilla þæginda fyrir rekstraraðila og eigendur hótela. Bakland Securitas er viðamikið og hægt er að kalla eftir aðstoð með litlum fyrirvara, sé þess þörf. Securitas hefur á hverjum tíma rúmlega 200 starfsmenn á gæslusviði til taks sem bregðast skjótt við þegar aðstoðar er þörf. Þannig er tryggt að sem minnst röskun verði á starfsemi hótelanna og að gestir verði sem minnst varir við aðgerðir.

Sæktu bækling á PDF formi

Hótelvöktun