Skjáboði veitir aukið öryggi á vinnustað

Eftir að skjáboði hefur veriðs settur upp getur starfsmaður kallað eftir aðstoð í gegnum tölvuna sína svo lítið beri á. Tveir músasmellir og samstarfsfólk veit að óskað hefur verið eftir aðstoð. Skjáboðinn frá Securitas lætur ekki einvörðungu aðra samstarfsmenn vita af þeirri ógnandi stöðu sem viðkomandi starfsmaður er í, heldur er Skjáboðinn beintengdur öflugu viðbragðsafli Securitas.

Securitas skjáboði

Tegund boða – tvö stig

Gult boð er beiðni um nærveru eða íhlutun annarra samstarfsmanna. Ef viðskiptavinur sýnir ógnandi hegðun eða merki um ójafnvægi er oftast mjög auðvelt að draga úr alvarleika atburðarins með því að kalla til fleiri samstarfsmenn svo lítið beri á. Sama má segja um aðra tegund nærveru eins og íþyngjandi lengd samtals/viðveru viðskiptavinar, annarlegt ástand eða hvað eina sem kallar á aðstoð annarra samstarfsmanna.

Ef starfsmaður sendir rautt boð á samstarfsfélaga ber að taka slíku af mikilli alvöru. Rautt boð kallar á tafarlausa hjálp samstarfsmanna og getur einnig fylgt forgangsútkall frá viðbragðsafli Securitas, samhliða því að Neyðarlínunni er tilkynnt um atburðinn. Rauð boð eru alltaf túlkuð sem árásarboð.

Fljótlegt og skilvirkt

Það tekur innan við eina sekúndu að senda boð og kalla eftir aðstoð. Slíkt viðbragð tryggir að starfsmaðurinn sem sendir boðin er eins öruggur og hægt er. Starfsmaðurinn sér að boðin hafa verið viðurkennd af samstarfsmanni sem kemur til aðstoðar. Starfsmaðurinn veit einnig að stjórnstöð Securitas hefur fengið boðin og mun bregðast strax við. Skjáboðinn er alltaf virkur og alltaf tilbúinn.