sjálfbærniskýrsla- highlights

Fyrsta sjálfbærniuppgjör Securitas

Securitas birtir í fyrsta sinn sjálfbærniuppgjör fyrir samstæðuna sem nær yfir öll rekstrarsvið og starfsstöðvar félagsins. Auk Securitas, þá eru dótturfélögin Vari fasteignafélag ehf. og Geymslur ehf. tekin með í losunarbókhaldið. Árið 2022 er gert upp m.t.t. losunar og í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq, GHG Protocol ásamt Global Reporting Initiative. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma helstu upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti félagsins.

Securitas notast við umhverfisstjórnunarkerfi Klappa grænna lausna hf., sem var innleitt árið 2021, til að safna gögnum um kolefnisspor félagsins úr innri kerfum þess og frá birgjum. Kerfið aðstoðar félagið að safna rauntímagögnum úr virðiskeðjunni og miðlar upplýsingum, sem tengjast sjálfbærni. Markmið Securitas er að ná mælanlegum árangri í sjálfbærnimálum, til þess að öðlast skilning á stöðu félagsins, sem hjálpar við stefnumótun og upplýsta ákvörðunartöku.

Kolefnisbókhald Securitas nær til losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir umfang 1 og 2, auk losunar frá þremur flokkum í umfangi 3 og var heildarlosun samstæðunnar 766 tCO2í. Stærsti losunarvaldur Securitas er eldsneytisnotkun farartækja þar sem félagið rekur stóran bifreiðaflota, eða í kringum 150 bifreiðar, og er stöðugt unnið að umbótum til að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem rekstur flotans getur haft í för með sér. Markmið er að fjárfesta í enn fleiri rafmagnsbílum, þar sem því er viðkomið, til að draga frekar úr losun.

Sjálfbærniuppgjör Securitas 2022

Umhverfisstefnu félagsins má nálgast hér

Ekki er opið fyrir athugasemdir.