Flotastjórnun

Hámarkaðu hagræðingu og öryggi bílaflotans

Rekstur bíla getur vegið þungt hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Securitas hefur þróað lausnir sem sameina fjölda aðgerða sem gera rekstur bíla hagkvæmari og auðveldari. Fullkomin yfirsýn yfir staðsetningu bíla í rauntíma auk þess að vera með yfirlit yfir allan viðhaldskostnað á einum stað. Kynntu þér eiginleika flotastjórnunar Securitas.

Góðakstur

Bílaleigur

Þjónustubók

RauntímaKORT

Upplýsingakerfi fyrir flotastjórnun

Hvort sem þú ert með einn bíl eða fleiri í rekstri þá er Flotastjórnun lausn fyrir þig.

Flotastjórnun byggir á upplýsingakerfi með lykilupplýsingum og rakningu allra ökutækja sem eru tengd kerfinu. Rafrænum ökurita er komið fyrir í öllum ökutækjum og notkun þeirra skráð.

Flotastjórnunarkerfið stuðlar að bættu aksturslagi og lækkar rekstarkostnað með minni eldsneytisnotkun, minna sliti á ökutækjum og lægri tjónatíðni.

Flotastjórnun flotastjórinn
Flotastjórnun yfirlit fyrir aksturshegðun og meðferð ökutækja

Endurgjöfin strax!

  • Einföld og skýr framsetning upplýsinga gerir umsýslu einfalda og fljótlega fyrir stjórnendur.
  • Aksturslag allra ökutækjanna er metið út frá aksturshegðun og gefin einkunn til þess að auðvelda yfirsýn og samanburð.

Lykiltölur fyrir reksturinn

  • Stjórnendur geta fengið daglega samantekt varðandi notkun ökutækjanna senda með sjálfvirkum hætti í tölvupóst. 
  • Skýrslur og dýpri greiningar eru ávallt aðgengilegar í gegnum vefviðmót.

Aukið öryggi og hagkvæmni við rekstur bílaflota

Vertu með fullkomna yfirsýn

Rafrænir ökuritar og skráning á aksturshegðun hefur margsannað gildi sitt hjá fyrirtækjum og einstaklingum. 

Mun meiri hagkvæmni og aukið öryggi er upplifun okkar viðskiptavina.

 

Góðakstur

Sama hvaða hlutverk þú hefur sem eigandi ökutækis getur þú notað Góðaksturskerfi Flotastjórnunarinnar til að fylgjast með notkun allra ökutækja sem tengjast þér.

Með því að skoða og nota endurgjöf í formi einkunnar, við hverja ferð, getur þú bætt akstursmáta og sparað umtalsverða fjármuni í formi lægri rekstarkostnaðar ökutækisins.

Ökumaður á fyrirtækjabíl

  • Ökumaður fær endurgjöf beint til sín eftir hverja ferð.
  • Samantekt sýnir þróun aksturslags yfir lengra tímabil.
  • Sjálfvirk og hlutlaus eftirfylgni vegna aksturslags.
Góðakstur ökumenn ökuritar
Góðakstur akstursbók einstaklings flotastjórnunarkerfi

Akstursdagbók einstaklings

  • Allar ferðir skráðar í ferðayfirliti.
  • Hægt að merkja ferðir til að flokka og einfalda yfirsýn.
  • Þjónustubók heldur utan um allt viðhald ökutækis.

Ungir ökumenn

  • Kerfið getur verndað unga ökumenn gegn hópþrýstingi.
  • Hlutlaus endurgjöf sem leiðbeinir og bendir á hverng hægt er að bæta aksturslag.
  • Öruggari akstur frá upphafi ökuferils.

Fyrir bílaleigur

Bílaleigur sem hafa innleitt Flotastjórnun þekkja hversu mikilvægt það er að hafa yfirlit yfir öll ökutækin á einum stað í einföldu og þægilegu viðmóti. Hnitmiðaðar upplýsingar sem spara tíma og hjálpa þínum rekstri. Fáðu upplýsingar í rauntíma, hvort sem á vefsíðu eða í vefgátt Flotastjórnunar. 

Einnig er hægt að tengja Flotastjórnun við viðskiptahugbúnað og upplýsingakerfi líkt og SAP, Mircosoft NAV og fleiri.

Upplýsingar sem skipta máli

  • Fór ökutækið inn á bannsvæði?
  • Fékk ökutækið á sig högg?
  • Hversu langt var ekið og hversu lengi var hreyfill í gangi?
Bílaleigur ökuriti
Góðakstur akstursbók einstaklings flotastjórnunarkerfi

Ekki „enn eitt kerfið“!

  • Kerfið er hannað til að vinna sem viðbót við núverandi umsjónar- og upplýsingakerfi bílaleiga.
  • Aðgangur allan sólarhringinn að öllum upplýsingum hvort sem er í gegnum vefviðmót eða vefþjónustur.
  • Rauntímaupplýsingar og skýrslur sem sýna þróun og lengri tímabil.

Ný tækifæri með nýjum upplýsingum

  • Kerfið fellur auðveldlega að núverandi ferlum og minnkar um leið tíma starfsfólks við aflestur, skoðanir og greiningar.
  • Mun meiri skilvirkni og yfirsýn í rauntíma eykur hagkvæmni.
  • Tæknilega fullkomnir ökuritar sem auðveldir eru í notkun og umsýslu.

Einstök lausn fyrir bílaleigur

Upplýsingar sem skipta máli

Með því að safna saman lykilupplýsingum og setja fram með einföldum og skýrum hætti geta bílaleigur náð verulegri hagkvæmni og auðveldað reksturinn til muna.

Rauntímakortið

Rauntímakortið sýnir staðsetningu allra ökutækjanna á kortagrunni Google Maps. Staðsetning ökutækjanna uppfærist sjálfkrafa á nokkurra sekúndna fresti, auk þess að sýna stefnu og hraða.

Rauntímakortið er fáanlegt eitt og sér án annarra kerfislhluta Flotastjórnunar.

Helstu kostir rauntímakortsins eru:

  • Sjá staðsetningu allra ökutækja í rauntíma
  • Greina dreifingu og þekju innan svæða
  • Bæta viðbragðstíma og þjónustu
  • Meta komutíma út frá staðsetningu
  • Leita að bílum á stórum bílastæðum, t.d. við Leifsstöð
  • Staðsetja og skipuleggja vegaaðstoð eftir landssvæðum

Rauntímakortið má nýta fyrir margskonar viðburði þar sem spennandi er að fylgjast með staðsetningu þátttakenda. Dæmi um viðburði þar sem Arctic Track hefur verið notað eru hjólreiðakeppnir, sparaksturskeppnir svo eitthvað sé nefnt.

Stjórnaðu ferðinni á öllum bílaflotanum

Leiðin liggur að þægilegri rekstri

Veldu þægilega og hagkvæma leið til að ná utan um rekstur bílaflotans.

Þjónustubókin

Þjónustubókin er kerfi sem heldur utan um allt viðhald ökutækisins og minnir á að það sé gert tímanlega. Þú skilgreinir stillingar í upphafi kerfið sér um rest.

Með rafrænni þjónustubók er skráningu á öllu viðhaldi ökutækis komið inn í eitt kerfi og allar upplýsingar á einum stað.

Með kerfinu er unnt að fá sjálfvirkar áminningar um viðhald, þjónustuskoðanir, bifreiðaskoðanir o.s.frv.

Allt stillt í upphafi og kerfið sér um að láta vita tímanlega þegar komið er að einhverjum aðgerðum varðandi hvert ökutæki.

Kerfið býr sjálfkrafa til þjónustubeiðnir út frá þjónustuáætlun ökutækisins.

Hægt er að tengja beiðni við skráða þjónustuaðila eða útbúa sína eigin. Meðal tegunda þjónustuáætlana eru:

  • Ábyrgðarskoðanir
  • Lögbundin ökutækjaskoðun
  • Smurning
  • Dekkjaskipti
  • Almennar viðgerðir

ATH – Þjónustubókin er vara sem hægt er að fá óháð öðrum
vörum og lausnum hjá Flotastjórnun

Þjónustubók með Flotastjórnun Securitas
Breytingaskrá í samræmi við aðgerðir í rafrænni þjónustubók Securitas

Breytingaskrá samræmir aðgerðir

Allar aðgerðir í kerfinu er skráðar í breytingasögu viðkomandi beiðni og þannig alltaf aðgengilegar. Slík breytingasaga skiptir miklu máli þegar margir aðilar, jafnvel á mörgum stöðum á landinu, hafa með viðhald ökutækisins að gera.

Thjonustubok_YfirlitKostnadar

Kostnaðareftirlit og greining

Kerfið veitir frábært yfirlit yfir allt viðhald ökutækisins, tíðni þeirra, tegund og þjónustuaðila.  Einnig er hægt að nota kerfið til þess að halda utan um allan kostnað vegna viðhalds, skipt niður í efni og vinnu.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.