Þjónustubókin er kerfi sem heldur utan um allt viðhald ökutækisins og minnir á að það sé gert tímanlega. Þú skilgreinir stillingar í upphafi kerfið sér um rest.
Með rafrænni þjónustubók er skráningu á öllu viðhaldi ökutækis komið inn í eitt kerfi og allar upplýsingar á einum stað.
Með kerfinu er unnt að fá sjálfvirkar áminningar um viðhald, þjónustuskoðanir, bifreiðaskoðanir o.s.frv.
Allt stillt í upphafi og kerfið sér um að láta vita tímanlega þegar komið er að einhverjum aðgerðum varðandi hvert ökutæki.
Kerfið býr sjálfkrafa til þjónustubeiðnir út frá þjónustuáætlun ökutækisins.
Hægt er að tengja beiðni við skráða þjónustuaðila eða útbúa sína eigin. Meðal tegunda þjónustuáætlana eru:
- Ábyrgðarskoðanir
- Lögbundin ökutækjaskoðun
- Smurning
- Dekkjaskipti
- Almennar viðgerðir
ATH – Þjónustubókin er vara sem hægt er að fá óháð öðrum
vörum og lausnum hjá Flotastjórnun