ELDVARNARFULLTRÚI
Góðar brunavarnir minnka líkur á slysum og tjóni.
Eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir.
Eigendur mannvirkja bera ábyrgð á að þau fullnægi kröfum um brunavarnir sem settar eru fram í lögum og reglugerðum.
Auk þess eiga brunavarnir að taka mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess.
Bæði eigandi og forráðamaður bera ábyrgð á eigin brunavörnum, að þær séu virkar og að haft sé reglubundið eftirlit með þeim.
Lög og reglugerðir sem unnið er eftir eru:
Bæði eigandi og forráðamaður mannvirkis bera ábyrgð á eigin brunavörnum, að þær séu virkar og að haft sé reglubundið eftirlit með þeim.
Nýleg reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og eftirlits á vegum eigenda og forráðamanna.
Eigandi eða forráðamaður skal skipa eldvarnarfulltrúa með mannvirki sínu skv. 11. gr. reglugerðarinnar. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og brunatæknilegu og skipulagslegu fyrirkomulagi í mannvirkinu og jafnframt á möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu
Securitas hefur áralanga reynslu af brunavörnum og bætir nú enn við þjónustu á því sviði með því að bjóða upp á Eldvarnarfulltrúa sem sér um allar brunavarnir þjónustukaupa.
Hvað gerir Eldvarnarfulltrúinn?
- Öflun og yfirferð gagna
- Eldvarnarúttekt
- Útfylling áhættumatsskjals Securitas
- Eldvarnarúttekt kynnt fyrir verkkaupa og áhættumatsskjal afhent
- Uppsetning á reglulegu eftirliti
- Eigið eldvarnareftirlit
- Mánaðarlegar eftirlitsskýrslur
- Skráning frávika
- Minniháttar viðvik/prófanir
- Skjalfesting öryggis
- Samskipti við slökkvilið
- Fræðsla til starfsfólks um virkni brunavarna
- Eftirfylgni
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.