Nýleg reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og eftirlits á vegum eigenda og forráðamanna.
Eigandi eða forráðamaður skal skipa eldvarnarfulltrúa með mannvirki sínu skv. 11. gr. reglugerðarinnar. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og brunatæknilegu og skipulagslegu fyrirkomulagi í mannvirkinu og jafnframt á möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu
Securitas hefur áralanga reynslu af brunavörnum og bætir nú enn við þjónustu á því sviði með því að bjóða upp á Eldvarnarfulltrúa sem sér um allar brunavarnir þjónustukaupa.