Starfsemi og rekstur sveitarfélaga nær gjarnan yfir fjölda húsnæða sem öllum fylgja ólíkar þarfir og kröfur þegar kemur að öryggismálum.
Sérfræðingar Securitas vinna sjálfstæðar lausnir út frá þörfum og kröfum á hverjum stað en á sama tíma falla þessar lausnir undir eina heild sem þægilegt er að reka og hafa yfirsýn yfir.
Listi þessara bygginga er fjölbreyttur og má þar nefna, skrifstofur sveitarfélagsins, skóla, sundlaugar, íþróttahús, áhaldahús, bókasöfn, hjúkrunarheimili auk útisvæða þar sem það á við.