Þrátt fyrir góðan vilja starfsfólks og stjórnenda er algengt að misbrestir séu á frágangi fyrirtækja og stofnana í lok dags.
Opnir gluggar, ólæstar dyr, öryggiskerfi óvirk, raftæki í sambandi, eldavélar og ofnar í gangi, rennandi vatn, logandi ljós – allt getur þetta haft í för með sér óþarfa kostnað í besta falli og í verstu tilvikum gríðarlegt eignatjón.
Yfirferðir Securitas hjálpa til við að greina kerfislægan vanda og koma í veg fyrir tjón og kostnað.