Myndeftirlitsturn
Eftirlit til lengri eða skemmri tíma
Öflug öryggislausn með mikinn sveigjanleika og fjölbreytta notkunarmöguleika
Með bæði föstum og hreyfanlegum myndavélum er hægt að sérsníða eftirlitið að þörfum hvers verkefnis. Tenging við stjórnstöð Securitas býður upp á vöktun allan sólahringinn, og með öflugri myndgreiningartækni er tryggt að brugðist sé skjótt við óvæntum aðstæðum.
Notkunarmöguleikar turnsins eru fjölbreyttir og henta sérstaklega vel fyrir:
Vinnusvæði: Tryggir öryggi starfsmanna og verðmæta.
Bílastæði: Dregur úr hættu á skemmdarverkum og þjófnaði.
Löggæslu: Styður við almenna löggæslu og eykur öryggi almennings.
Tónleika og útihátíðir: Bætir öryggi gesta og auðveldar skipulagningu.
Turninn er í boði til leigu, bæði til skamms tíma og lengri tíma
Myndeftirlitsturninn gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta þessa öflugu tækni án þess að þurfa að fjárfesta í dýrum búnaði. Þessi sveigjanleiki gerir færanlega myndeftirlisturninn að ómissandi tæki í nútíma öryggislausnum, sem eykur öryggi og eftirlit á fjölbreyttum svæðum á skilvirkan og hagkvæman hátt.

Helstu kostir fjarmyndavöktunar
Tafarlaus viðbröð gagnvart atburðum á vöktuðum svæðum allan sólarhringinn.
- Tengd við stjórnstöð Securitas
- Vöktun er möguleg allan sólarhringinn, 365 daga ársins
- Eftirlit með opnum svæðum
- Fyrirbyggjandi öryggi
- Augu strax á staðnum
- Samskipti strax við óviðkomandi aðila á svæðinu
- Öflugt viðbragðsafl fylgir í kjölfar boða
- Búnaður er undir stöðugri vöktun sem tryggir að kerfið er virkt
Sérsniðnar lausnir
Sérfræðingar Securitas bjóða viðskiptavinum upp á sérsniðnar lausnir eftir þörfum og markmiðum hvers og eins.
Sterkur hluti af öflugri heildarlausn
Fjölþætt öryggislausn
Myndvöktun sem viðbót við mannaða gæslu
Fyrir staði þar sem hægt er
að nýta öryggiskerfi með myndvöktun í staðinn fyrir eða með mannaðri öryggisgæslu
Heildarlausn í öryggismálum þar sem saman fer nýjasta tækni í myndvörn með aðstoð stjórnstöðvar Securitas og öflugt viðbragðsafl.

Öflug myndgreining
Kerfið notar myndgreiningu til að meta hvort um raunverulega ógn sé að ræða. Kerfið gerir þannig greinarmun á umferð bíla, manna, dýra eða einhverra aðskotahluta. Ef kerfið metur
sem svo að um óæskilega hreyfingu sé að ræða á svæðinu sendir það boð til stjórnstöðvar Securitas. Stjórnstöðin fær myndir af þeim atburði sem olli því að boð voru send. Þá getur stjórnstöð einnig skoðað myndskeið frá öðrum myndavélum á svæðinu til að átta sig betur á aðstæðum.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í myndeftirliti


Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri


Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri


Frímann Viðarsson
Viðskiptastjóri
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.