Þjónustugáttarskilmálar

 • Inngangur
  • Þessir skilmálar gilda um notkun viðskiptamanns á þjónustugátt Securitas hf., kt. 640388-2699 („Securitas“) sem ber nafnið „Mínar síður“ /  „Customer Portal“.
  • Skilmálarnir gilda ekki um aðrar einstakar tegundir þjónustu sem Securitas veitir viðskiptamönnum sínum. Viðskiptamenn Securitas teljast hafa kynnt sér allar þær reglur/og eða skilmála sem gilda um þær þjónustur sem þeir kaupa af Securitas.
  • Með notkun á þjónustugáttinni samþykkir viðskiptamaður skilmála þessa.
 • Breyting á skilmálum

Securitas er heimilt að gera breytingar á þessum skilmálum hvenær sem er. Tilkynning um slíkar breytingar telst hafa komið fram þegar nýir eða breyttir skilmálar eru settir á vefsíðu Securitas.

 • Þjónustugáttin
  • Viðskiptamaður skal tilgreina þá starfsmenn sína sem skulu hafa aðgang að þjónustugáttinni („stjórnendur“). Aðgangur að mínum síðum skal ákveðinn af stjórn eða framkvæmdastjóra viðskiptamanns og skal því stjórn eða framkvæmdastjóri tilnefna stjórnendur. Við það að samþykkja þessa skilmála (sem stjórnandi) þá samþykkir þú að yfirfara skráningu á tengiliðum og að sú skráning sé rétt.
  • Einungis stjórnandi hefur aðgang að þjónustugáttinni. Það er því á ábyrgð viðskiptamanns að upplýsingar um stjórnanda séu réttar á hverjum tímapunkti og uppfærðar þegar tilefni er til. Verði viðskiptamaður var við að upplýsingar um stjórnanda séu rangt skráðar skal það tilkynnt til Securitas án tafar á netfangið securitas@securitas.is
  • Á þjónustugáttinni getur stjórnandi tilnefnt þá starfsmenn viðskiptamanns sem Securitas skal vera heimilt að veita aðgang að tilteknum gögnum og skýrslum í tengslum við þá þjónustu sem Securitas veitir viðskiptamanni. Ákveður viðskiptamaður hverjir skulu fá slíkan aðgang með því að gefa starfsmönnum sínum svokölluð hlutverk í gengum þjónstugáttina. Um er að ræða eftirfarandi hlutverk:

Hlutverk

Lýsing á hlutverki

Stjórnandi  / Customer Portal (Admin)

Stjórnendur hafa aðgang að þjónustugáttinni.

Stjórnendur hafa fullan aðgang að öllum upplýsingum sem eru aðgengilegar í gegnum þjónustugáttina.

Stjórnendur geta gefið öðrum starfsmönnum hlutverk í gegnum þjónustugáttina.

Ákvörðunaraðili / Decision maker

Þeir sem hafa þetta hlutverk hafa heimild til að panta og kaupa hjá Securitas f.h. viðskiptamanns.

Úttektar- og eftirlitssamningar
 / Inspection Report

Þeir sem hafa þetta hlutverk fá sendar til sín úttektarskýrslur frá Securitas á það netfang sem er skráð á tengiliðinn.

Skýrslur eru sendar sjálfkrafa og sendast á alla þá sem eru með þetta hlutverk.

Útkallsskýrslur /  Alarm Report

Þeir sem hafa þetta hlutverk fá sendar til sín útkallskýrslur frá Securitas á það netfang sem er skráð á tengiliðinn.

Skýrslur eru sendar sjálfkrafa í lok útkalls vegna öryggiskerfa Securitas á alla þá sem eru með þetta hlutverk.

Bókhald   /  Accounting

Þeir sem hafa þetta hlutverk hafa heimild til að óska eftir og fá sent frá Securitas reikninga og/eða hreyfingalista.

 • Það er á ábyrgð viðskiptamanns að skráning hlutverka á tengiliði sína séu réttar á hverjum tímapunkti og því mikilvægt að viðskiptamaður uppfæri þá þegar tilefni er til. Eigi tengiliður ekki rétt á að móttaka upplýsingar frá Securitas í samræmi við það hlutverk sem honum hefur verið gefið, t.d. vegna þess að starfsmaður hefur hætt störfum fyrir viðskiptamann, skal viðskiptamaður uppfæra hlutverk hans án tafar.
 • Securitas skal í engum tilvikum bera ábyrgð á að aðilar fái aðgang á þjónustugáttina eða berist upplýsingar í samræmi við tilgreint hlutverk þeirra hafi viðskiptamanni láðst að uppfæra hlutverk þeirra í gegnum þjónustugáttina eða vegna mistaka viðskiptamanns við tilgreiningu á aðilum, t.d. ef skráð er inn rangt netfang eða nafn á tengiliði.
 • Ábyrgð á tjóni
  • Securitas ber aðeins ábyrgð á tjóni viðskiptamanns sem leiðir af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi starfsmanna Securitas.
  • Securitas ber ekki ábyrgð á tjóni viðskiptamanns sem stafar af óviðráðanlegum orsökum, s.s. bilunum í kerfum Securitas eða skemmdum á gagnaskrám, óháð því hvort Securitas eða þriðji aðili beri ábyrgð á rekstri kerfanna, rafmagnsleysi, verkföllum eða verkbönnum, ákvörðunum stjórnvalda, styrjöldum eða styrjaldarógnum, óeirðum, ofbeldisverkum, skemmdarstarfsemi, hryðjuverkum, náttúruhamförum, viðskiptabönnum eða hafnabönnum, eða öðrum orsökum sem talin eru falla undir force majeure tilvik.
 • Persónuvernd
  • Securitas er nauðsynlegt og ber lagaskylda til að vinna persónuupplýsingar til að halda uppi þjónustugáttinni. Securitas óskar í þeim tilgangi eftir upplýsingum frá viðskipamönnum sínum í samræmi við lög hverju sinni.
  • Persónuupplýsingar skulu eingöngu notaðar í þeim tilgangi sem þeim var ætlað og í samræmi við gildandi lög hverju sinni, en í því skyni er Securitas t.a.m. heimilt að miðla upplýsingum til þriðju aðila sem það hefur samið við um vinnslu eða utanumhald vegna einstakra þjónustuþátta (vinnsluaðilar).
  • Securitas tryggir persónuvernd og öryggi vinnslu persónuupplýsinga með því að uppfylla lagaskyldur á hverjum tíma. Persónuupplýsingar eru varðveittar eins lengi og viðskiptasamband varir og lög mæla fyrir um eða viðskiptahagsmunir Securitas krefjast og málefnaleg ástæða þykir til.
  • Um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Securitas er nánar fjallað í persónuverndarstefnu Securitas sem er ávallt aðgengileg á heimasíðu félagsins (securitas.is).
 • Annað
  • Allir samningar og samskipti við Securitas skulu fara fram á íslensku nema um annað sé sérstaklega samið.
  • Um skilmála þessa og viðskipti viðskiptamanns og Securitas gilda íslensk lög, nema um annað sé sérstaklega samið.