Aðgangskort

Einfalt og ÞÆGILEGT öryggi MEÐ aðgangskort fyrir ólíkar aðstæður

Securitas býður aðgangskort frá leiðandi framleiðendum aðgangskorta og aðgangslesara í heiminum í dag.

Aðgangskort hafa þróast mikið á undanförnum árum og með tilkomu smartkorta hefur notagildi og öryggi aðgangskorta aukist til muna. Hægt er að auka notkunarmöguleika aðgangskorta til dæmis við prentlausnir, tímaskráningar og fyrir greiðslu í mötuneyti.

Viðurkennd aðgangskort frá Securitas

Viðurkennd aðgangskort

Gæði og öryggi aðgangskorta geta geta verið mismunandi. Það er því mikilvægt að velja vönduð kort með öflugri dulkóðun frá viðurkenndum aðilum líkt og Securitas býður.

Sérprentuð aðgangskort

Securitas býður áprentuð aðgangskort sem geta gefið aðgangskortunum aukið notagildi og öryggi. 

Með áprentuðum kortum má fá fram sjónrænt auðkenni bæði út frá öryggissjónarmiðum og eins til að auðvelda starfsfólki að muna nöfn á stórum vinnustöðum.

Hægt er að fá prentun á báðar hliðar kortsins og nýta þau sem:

  • Sjónrænt auðkenni
  • Gestakort
  • Starfsmannaskírteini
  • Vinnustaðaskilríki
Vinnustadaskilriki-ny-utgafa-skirteini-600x600-2 Vinnustadur-ny-utgafa-skirteini-600x600-2

Aukið notagildi

Aðgangskort bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Kortin má nota til að opna aðgengi að ákveðnum tækjum s.s. prenturum, auðkenning inn á tölur, til tímaskráning og mötuneytisskráninga svo eitthvað sé nefnt. 

Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig nýta megi aðgangskort hafðu þá samband við sérfræðinga Securitas. 

aukin þægindi og hreinlæti

Opnaðu án snertingar

Það er ekki bara á þeim tímum sem huga þarf að hreinlæti að snertilausar opnanir skipta máli.

Snertilaus opnun getur hentað bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk hvort sem fólk ber hluti í fanginu eða vill forðast snertingu af öðrum ástæðum.

Fjölbreytt úrval fylgihluta fyrir aðgangskort

Securitas hefur fjölbreytt úrval af fylgihlutum fyrir aðgangskort, svo sem kortahöldur, jójó og
hálsbönd. Einnig er hægt að sérpanta fylgihluti með logo fyrirtækis.

  • Hálsólar
  • Plastvasar
  • Klemmur
Aukahlutir fyrir aðgangskort hálshólar plastvasar frá Securitas
Prentari fyrir plastkort

Prentarar fyrir aðgangskort

Prentun aðgangskorta á staðnum getur verið nauðsynleg og eða hagkvæm leið til að gefa fljótt út auðkenna t.d. fyrir gesti og nýtt starfsfólk.

Securitas býður vandaða kortaprentara til að prenta á plastkort óski viðskiptavinur eftir því að prenta sjálfur á aðgangskort.

Rafræn auðkenni í snjallsíma

Aðgangskort í snjallsíma eru að riðja sér til rúms og geta leyst af hólmi hefðbundin plastkort. 

Mögulegt er að hafa samskonar útlit á aðgangskorti í farsíma líkt og um venjulegt plastkort væri að ræða. 

Einnig er hægt að hafa rafræn auðkenni í síma sem seinna auðkenni á þeim stöðum þar sem krafist er tvöfaldrar auðkenningar.

Aðgangskortalesari aðgangslesari fyrir snjallsíma

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í aðgangsstýringum

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.