Gasslökkvikerfi eru gjarnan notuð í tæknirýmum og þar sem viðkvæmur rafmagnsbúnaður er s.s. tæknirýmum en einnig þar sem mikilvæg og viðkvæm skjöl eru geymd.
Securitas býður tvær gerðir af gasslökkvikerfum; Inergen og Novec 1230 sem bæði flokkast sem „clean agent“.
Sett eru upp gashylki í eða við rýmið sem á að verja og gaslagnir og úðastútar. Skynjarar nema reyk og senda stjórnbúnaði boð og þar með hleypir kerfið af gasinu inn í rýmið sem slekkur eldinn fljótt og vel án þess að skilja nokkuð eftir sig.
Inergen slekkur eld með því að lækka súrefnishlutfall í rýminu og kæfa þannig eldinn.
Novec slekkur eld með því að auka varmarýmd, kælir eldinn.