Gasslökkvikerfi

SJÁLFVIRK SLÖKKVIKERFI

Gasslökkvikerfi eru gjarnan notuð í tæknirýmum og þar sem viðkvæmur rafmagnsbúnaður er s.s. tæknirýmum en einnig þar sem mikilvæg og viðkvæm skjöl eru geymd.

Securitas býður tvær gerðir af gasslökkvikerfum; Inergen og Novec 1230 sem bæði flokkast sem „clean agent“.

Sett eru upp gashylki í eða við rýmið sem á að verja og gaslagnir og úðastútar. Skynjarar nema reyk og senda stjórnbúnaði boð og þar með hleypir kerfið af gasinu inn í rýmið sem slekkur eldinn fljótt og vel án þess að skilja nokkuð eftir sig.

Inergen slekkur eld með því að lækka súrefnishlutfall í rýminu og kæfa þannig eldinn.

Novec slekkur eld með því að auka varmarýmd, kælir eldinn.

Inergen gasslökkvikerfi

Novec gasslökkvikerfi

Sapphire Novec gasslökkvikerfi

Fire-Eater Inergen slökkvikerfi

Það gasslökkvikerfi sem Securitas mælir með og kerfi sem hafa reynst afar vel hjá okkar viðskiptavinum. Securitas hefur selt Inergen kerfi í yfir 25 ár á Íslandi.

  • Blanda af argoni 50%, köfnunarefni 42%, kolsýra 8%
  • Gasblanda í þrýstihylkjum- 150-300 bar þrýsting
  • Vistvæn blanda unnin úr lofhjúpi jarðar
  • Algengasta gasslökkvikerfi á Íslandi
  • Slekkur eld með því að lækka súrefnishlutfallið í rýminu
  • Hylki þjónustuð hjá Securitas, þrýstiprófun og áfylling

Eldhættu mætt strax af krafti

Svona virka gasslökkvikerfi

Hér er hægt að sjá einfalt myndband sem sýnir uppbyggingu á gasslökkvikerfi og hvernig það virkar þegar það koma boð um eldboð.

Sapphire Novec slökkvikerfi

Securitas hefur boðið gasslökkvikerfi frá Novec í yfir 10 ár.

Þessi kerfi innihalda sérstök efni:

  • Kemískt efni – fluoronated keton FK-5-1-12, C6F12O, framleitt af 3M
  • Vökvi undir gasþrýstingi í 25-40 bara þrýstihylkjum
  • Slekkur eld með því að auka varmarýmd lofts, kælir eldinn
Slökkvikerfi

VELDU RÉTTU KERFIN

Af hverju gasslökkvikerfi

Það er algjört lykilatriði að velja réttu slökkvikerfin og notuð sé efni sem lágmarka eða koma í veg fyrir tjón ef nota þarf slökkvikerfið.

Með „clean agent“ gasslökkvikerfi getur þú varið verðmæt gögn og skjöl án þess að valda tjóni á þeim líkt og vatn í slökkvistarfi getur gert.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í slökkvikerfum

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.