Firmavörn logo banner hvitt icon

sparar tíma, fyrirhöfn og fjármuni

Firmavörn virkar á öllum snjalltækjum, apple watch, iphone og ipad

Öruggari stjórnun með Firmavörn

Sameinaðu öryggiskerfið, ljósin, aðgangsstýringu, hita- og kælikerfi, myndeftirlit og aðra slíka þætti í heildstætt og einfalt kerfi sem auðvelt er að stjórna á staðnum eða með snjallsíma hvar sem þú ert.

Í þínum höndum öllum stundum

Með Firmavörn má fylgjast með stöðu mála á eins mörgum starfsstöðvum og þarf. Notendur með réttindi að kerfinu geta fylgst með stöðu mála í gegnum tölvu eða í einu appi á snjallsímum þar sem hægt er að stýra öllum aðgerðum og fylgjast með stöðu mála.

Notendur geta m.a. athugað hvenær starfstöð var opnuð og/eða lokað auk þess að fylgjast með öllu sem skiptir máli í gegnum eitt app. 

Með einu og sama appinu má fylgjast með öllum starfsstöðvum fyrirtækis auk þess að fylgjast með heimili og sumarhúsi fyrir notendur sem eru með Heimavörn og Sumarhúsavörn.

Firmavörn er tengd stjórnstöð Securitas

 

Í stjórnstöð Securitas vakta reyndir öryggisverðir öll boð og virkja öflugt viðbragðsafl í samræmi við þau boð sem berast.

Hafðu auga með fyrirtækinu

Hægt er að fá mismunandi öryggismyndavélar bæði til að vera með úti og inni fyrir Firmavörn. Með þeim getur þú gengið úr skugga um að allt sé í sómanum meðan þú ert fjarri fyrirtækinu. Myndavélar með hreyfiskynjara sjá til þess að ekkert fari framhjá vökulu auga kerfisins sem sendir þér myndskeiðin beint í símann eða annað snjalltæki. 

Auðvelt að stjórna kerfinu

Notandi hefur fulla stjórn á kerfinu og aðgangi að því í gegnum tölvu eða snjallsíma. Hægt er að skoða streymi frá myndavélinni í rauntíma eða upptökur í háskerpu, streyma yfirlitsmynd frá mörgum myndavélum í einu á stjórnborðinu eða velja sérstaklega það myndskeið sem þú leitar að. 

Á upptöku allan sólarhringinn

Með upptöku allan sólarhringinn og vistun í skýi geturðu treyst því að upptökurnar eru á vísum stað og hægt að nálgast þær hvenær sem þörf krefur. Myndavélar á afviknum stöðum á borð við bakdyr, port eða bílageymslur auðvelda yfirsýn og eftirlit. 

Myndeftirlit í Firmavörn uppfyllir alla nauðsynlega öryggisstaðla og fylgir persónuverndarlögum í hvívetna.

NOTENDUR

Þú færð skýrslu um það hvaða starfsfólk var á staðnum og hver opnaði eða gekk frá fyrir lokun. Þú getur líka fengið að vita af umferð um viðkvæm rými fyrirtækisins og hvort einhver umgangur sé þegar hann á ekki að vera. Í appinu getur þú auðveldlega og án aukakostnaðar stofnað tímabundinn aðgang fyrir notendur, t.d. ef iðnaðarmenn eru að vinna í fyrirtækinu eða þegar afleysingafólk kemur til starfa í nokkra daga eða vikur. Stilltu kerfið eftir þínum óskum og láttu það létta þér lífið.

ÖRYGGI OG YFIRSÝN

Þú færð tilkynningu ef dyrnar standa opnar óeðlilega lengi eða ef þær eru opnaðar eftir lokun. Gögn úr skynjaranum eru einnig vistuð í Business Insights gagnagrunni sem gefur möguleika á að skoða mynstrið í umgangi í fyrirtækinu eftir vikum, dögum eða klukkustundum.

Mögulegt er að nýta gögn og skýrslur úr Firmavörn til að auðvelda ákvarðanir varðandi starfsmannahald, skipulag eða orkunotkun svo dæmi séu tekin. Hægt er að fylgjast með umgangi og skilgreina álagstíma með mikilli nákvæmni og koma þannig auga á frávik eða mynstur í starfseminni.

NÝTT STARFSFÓLK?
NÝ HÆTTUR STARFSMAÐUR?

Auðvelt er að stofna, breyta eða eyða aðgangi starfsfólks að öryggiskerfinu. Það er hægt að gera með nokkrum smellum í appinu án þess að hafa samband við Securitas eða nota lyklaborð kerfisins á vinnustaðnum.

FYLGSTU MEÐ UMGENGNI

Fáðu yfirlit yfir umferð um innganga eftir lokun eða hvort hurðir og gluggar séu upp á gátt og sói þar með orku eða bjóði hættunni heim. Sjáðu hverjir hafa tekið kerfið af verði og hvenær.

FYLGSTU MEÐ HVAR SEM ÞÚ ERT

Firmavörn veitir þér möguleika á að stýra öryggiskerfinu og fylgjast með því sem er að gerast í fyrirtækinu hvar sem þú ert. Kerfið auðveldar þér að greina milli alvarlegra og saklausra boða frá skynjurum og sendir þér tilkynningar ef óeðlilegur umgangur er um viðkvæm svæði á vinnustaðnum.

Firmavörn er sett upp eftir þínum þörfum

INNBROTAVÖRN

Sérfræðingar Securitas aðstoða þig við að velja skynjara sem henta þínum þörfum og skipulagi húsnæðisins.

Hægt er að fá hreyfiskynjara með myndavél og stilla þannig að á henni kvikni við hreyfingu þegar enginn á að vera á staðnum.

Þá sérð þú um leið hvort eitthvað alvarlegt er á seyði eða að hreyfingin eigi sér eðlilegar skýringar.

Hurða- og gluggaskynjarar láta vita ef eitthvað er opið sem ætti að vera lokað, til dæmis bakdyr eða skrifstofugluggi.

MYNDEFTIRLIT

Hægt er að fá mismunandi úti- og innimyndavélar fyrir Firmavörn. Með þeim getur þú gengið úr skugga um að allt sé í sómanum meðan þú ert fjarri fyrirtækinu.

Myndavélar með hreyfiskynjara sjá til þess að ekkert fari framhjá vökulu auga kerfisins sem sendir þér myndskeiðin beint í símann eða annað snjalltæki.

UMGANGUR

Stilltu ljósin á sjálfstýringu þannig að birta sé hæfileg á opnunartíma og öryggislýsing kvikni ávallt eftir lokun.

BRUNAVÖRN

Reykskynjarar eru sítengdir stjórnstöð Securitas sem er alltaf á vaktinni. Þannig er hægt að bregðast við brunaviðvörunum hvort sem einhver er á vinnustaðnum eða ekki.

Eldsvoðar ógna bæði lífi og verðmætum. Með brunavörn Securitas margfaldar þú öryggi fyrirtækisins og starfsfólksins.

VATNSLEKAVÖRN

Vatnsskynjari lætur vita ef vatn byrjar að flæða og getur þannig forðað miklu tjóni með því að stytta viðbragðstíma.

GASLEKAVÖRN

Gas er víða notað til eldunar, t.d. á veitingastöðum og í mötuneytum, eða við vinnu á verkstæðum eða sem hitagjafi.

Þótt ströngustu reglum um búnað og staðsetningu gaskúta sé fylgt er aldrei hægt að útiloka leka.

Gasleki getur skapað gríðarlega hættu í fyrirtækinu og getur gasskynjari forðað stórslysi.

HITASTÝRING

Með sjálfvirku hitastýrikerfi er mögulegt að hafa rétt hitastig í öllum rýmum fyrirtækisins, t.d. tölvuherbergjum og kælirýmum, yfir daginn og spara þannig orku og auka vellíðan starfsfólks.

LJÓSASTÝRING

Stilltu ljósin á sjálfstýringu þannig að birta sé hæfileg á opnunartíma og öryggislýsing kvikni ávallt eftir lokun.

SNJALLTENGI

Með snjalltengi getur þú stýrt notkun einstakra raftækja svo sem ljósa og lampa, sjónvarpsskjáa, hljómtækja eða hverju því sem gengur fyrir rafmagni.

Þau má nota til að fjarstýra öðrum búnaði eða lögnum t.d. rofa á vatns- eða gaslögnum til að stöðva leka um leið og vart verður við hann.

Hægt er að gera flýtival fyrir snjalltengi og í raun takmarkast notkunarmöguleikarnir við lítið annað en hugmyndaflugið.

SPENNUVAKT

Það getur hent að öryggi slái út og rafstraumur fari af viðkvæmum tækjum í fyrirtækinu. Ef enginn er á staðnum þegar slíkt gerist getur straumrof valdið verulegu tjóni. 

Stjórnstöð Securitas verður samstundis vör við það ef rafmagn fer af öryggiskerfi fyrirtækisins og með snjalltengjum við viðkvæman búnað og tæki sem ekki mega við straumrofi berast boð um leið og eitthvað slær út.

FLÝTIVAL

Í appinu getur þú sett upp mismunandi flýtival til að stilla kerfi og tengdan búnað með einni snertingu.

Þannig getur þú við opnun tekið öryggiskerfið af, kveikt ljós, breytt virkni myndavéla og stillt hita ef fyrirtækið er þannig útbúið.

ALLT Í EINU APPI

Hjartað í Firmavörn liggur í appinu. Þaðan geta stjórnendur og umsjónarfólk stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þau eru í sambandi á annað borð og fengið tilkynningar, áminningar og gagnlegar skýrslur sendar sjálfkrafa.

Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist.

Hafðu auga með fyrirtækinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.

Notendur geta verið með Heimavörn og Sumarhúsavörn allt í sama appi með Firmavörn.

Þrjú dæmi um FIRMAVÖRN

Hægt er að velja um að leigja eða kaupa skynjara og annan búnað og hafa þannig áhrif á mánaðarverðið. Sérfræðingar okkar í öryggismálum veita þér ráðgjöf um val á öryggiskerfi endurgjaldslaust.

Hárgreiðslustofa

Starfsfólk

Fermetrar

Hæðir

4-5

Group 10Created with Sketch.

75fm

1

Ása rekur litla hárgreiðslustofu í miðbænum og er með þrjá nema. Hún stýrir því í símanum hverjir hafa aðgang að öryggiskerfinu og getur auðveldlega breytt og bætt við notendum. Það kemur sér vel þegar fjórði neminn bætist tímabundið við á næstunni.

Búnaðurinn sem Ása fékk sér samanstendur af segulnema á inngangsdyrum, hreyfiskynjara, myndavél í sal, vatnsskynjara og snjalltengi. 

Hægt er að velja um að leigja eða kaupa skynjara og annan búnað og hafa þannig áhrif á mánaðarverðið. Sérfræðingar okkar í öryggismálum veita þér ráðgjöf um val á öryggiskerfi endurgjaldslaust.

Verslun

Starfsfólk

Fermetrar

Hæðir

10-11

Group 10Created with Sketch.

120fm

1

Verslun Hreins er í litlum verslunarkjarna. Hjá honum starfa að jafnaði átta og á álagstímum bætast við tveir til þrír. Hann fékk sér Firmavörn með tveimur hreyfinemum, tveimur segulnemum, reykskynjara, tveimur hreyfiskynjurum með myndavélum, tveimur hitanemum og þremur vatnsskynjurum. Hann fékk líka tvö snjalltengi á ljósabúnað.

Hreinn getur auðveldlega bætt afleysingafólkinu við í appinu tímabundið, fengið skýrslur um hver opnaði eða lokaði fyrirtækinu og hvenær. Hann getur fylgst með hitastiginu í þurrkherberginu – sem ekki má fara upp fyrir 65° –  hvaðan og hvenær sem er og fengið yfirlit yfir síðustu daga, vikur eða mánuði og notað slíkar upplýsingar til að spara sér talsverða fjármuni yfir árið.

Veitingahús

Starfsfólk

Fermetrar

Hæðir

10-11

Group 10Created with Sketch.

120fm

1

Guðríður rekur veitingahús á fjölförnum stað. Hún ákvað að fjárfesta í stóru öryggiskerfi fyrir fyrirtækið svo hún gæti fylgst með því þegar hún væri ekki á staðnum. Hún fékk sex segulnema, þrjá hreyfiskynjara með myndavélum og þrjá vatnsskynjara.

Að auki fékk hún sér tvo hitanema fyrir matvælakæli með viðkvæmu hráefni ásamt tveimur myndavélum úti fyrir innagnginum og við portið á bak við staðinn.

Firmavörn logo banner

Sólarhringsvöktun frá 9.550 kr. /mán með VSK.

Pantaðu símtal frá sérfræðingi Securitas og fáðu ráðgjöf varðandi öryggiskerfið sem hentar þínu fyrirtæki.

Algengar spurningar og svör

Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 6 milljónir viðskiptavina í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.

Appið líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með aðgangskóða líkt og hefðbundið öryggiskerfi. Þó að notandi týni snjallsímanum þá getur sá sem finnur símann ekki komist inn í kerfið nema með rétta aðgangskóðanum.

Hægt er að veita ein mörgum starfsmönnum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins eitt gjald er fyrir hvert fyrirtæki. Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem stýrir kerfinu.

Apple snjalltæki þurfa að hafa iOS 8.0 stýrikerfi eða nýrra. Það eru símarnir iPhone 4s og nýrri, iPad mini og iPad 2 og nýrri.

Firmavörn styður öll Android tæki síðustu fjögurra ára sem og mörg sem eru eldri en það.

Kerfið vinnur á GSM og heldur allri öryggisvirkni þó að Internetið sé niðri. Samband við myndavélar gæti hins vegar rofnað.

Alarm.com varð fyrir valinu sem samstarfsaðili Securitas. Þetta bandaríska fyrirtæki þjónar um 6 milljónum viðskiptavina og fellur vel að þeim öryggiskröfum sem Securitas gerir til samstarfsaðila. Kerfið þeirra uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla og lög um persónuvernd.

Securitas bregst við öllum öryggisboðum eins og í öðrum öryggiskerfum. Ef kerfið sendir frá sér bruna-, vatnsleka-, gasleka- eða innbrotaboð þá fer næsti bíll á vettvang.

Á sama tíma fer annar bíll frá höfuðstöðvum og á meðan er haft samband við tengilið(i). Tengiliður getur (t.d. eftir að hafa kannað stöðu kerfis í símanum sínum) afturkallað útkall eða staðfest ástand og þannig einfaldað aðkomu þriðja aðila að málunum.

Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 6 milljónir viðskiptavina í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.

Appið, líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með kóða eins og venjulegt öryggiskerfi.

Þó að notandi týni símanum þá getur annar notandi ekki komist inn í kerfið.

Eingöngu viðskiptavinurinn/notandinn hefur aðgang að myndavélunum. Hann stjórnar því hvenær þær eru virkar, hvenær og hvernig þær taka upp og hverjir geta skoðað.

Undir engum kringumstæðum getur starfsfólk Securitas farið inn á myndavélar án leyfis notanda.

Hægt er að veita eins mörgum starfsmönnum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins er eitt gjald fyrir hvert fyrirtæki.

Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem skráður er fyrir kerfinu.

Snjalltengi eru millistykki sem sett eru á rafmagnstæki sem viðkomandi vill stjórna, svo sem á ljós, ofn, kaffivél eða sjónvarp sem síðan er stjórnað með appinu.

Hægt er að stilla á ýmsa sjálfvirkni á borð við að slökkva og kveikja á ákveðnum tímum eftir að öryggiskerfi hefur verið sett á vörð eða á ákveðnum tímum sólarhringsins.

Það fer eftir óskum viðskiptavinar, en í grunninn er alltaf öryggiskerfi, tengt stjórnstöð Securitas sem bregst við öllum nauðsynlegum aðstæðum.

Innifalið í mánaðargjaldi er app og vefþjónusta á íslensku (eða því tungumáli sem óskað er eftir). Tæknimenn Securitas sjá um uppsetningu á kerfinu og því fylgir að sjálfsögðu ábyrgð.

Við kerfið er svo hægt að bæta eftir þörfum, en auk þess er Firmavörn+ byggð á kerfi sem er stöðugt í þróun og sífellt bætast við skemmtilegir og nytsamir hlutir sem einfalda viðskiptavinum lífið.

Já, Firmavörn er í grunninn öryggiskerfi með allri þeirri þjónustu sem því fylgir hjá Securitas: stjórnstöð sem er á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins, viðbragðsafli og þjónustu frá sérþjálfuðum öryggisvörðum.

Öryggisverðir fara á bílum um þjónustusvæði Securitas víðs vegar um landið þar sem „okkar vakt lýkur aldrei“. Appið er hluti af öryggiskerfinu og þeirri þjónustu sem mánaðargjaldið felur í sér.

Fjölbreytt úrval af öryggismyndavélum með og án hreyfiskynjara.

Grunnpakkinn inniheldur eftirtalið:

 • Öryggiskerfi
 • Beinir (router, innifalinn í mánaðargjaldi)
 • Lyklaborð/talnaborð
 • App og vefviðmót
 • Reykskynjari
 • Vatnsnemi
 • Hreyfiskynjari  
 • Hurðarnemi/segulrofi
 • Snjalltengi
 • Uppsetning og kennsla
 • Hvert kerfi er sett upp miðað við þarfir viðkomandi fyrirtækis

Viðskiptavinum Securitas með Firmavörn verður boðið að uppfæra Firmavörnina, gera hana snjalla.

Það verður kynnt ítarlega fyrir viðskiptavinum Securitas þegar sá tími kemur. Það verður ákvörðun viðskiptavinanna hvort þeir halda áfram með  eldri Firmavörn eða fái nýja snjalla Firmavörn.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa í síma 580-7000 eða með tölvupósti á securitas@securitas.is

Fáðu aðstoð ráðgjafa

Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Firmavörn býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið í fyrirtækinu. Í sameiningu finnum við lausnina sem hentar þínum aðstæðum.

HAFÐU SAMBAND

580-7000

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Firmavörn

Hafþór Theodórsson hjá Securitas Hafþór Theodórsson hjá Securitas

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Ólafur Víðir Ólafsson hjá Securitas Ólafur Víðir Ólafsson hjá Securitas

Ólafur V. Ólafsson

Öryggisráðgjafi

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri