Hótel og gistiheimili

Öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili

Það er fátt mikilvægara fyrir hóteleigendur en að gestir þeirra upplifi afslappað, faglegt og vingjarnlegt andrúmsloft á sama tíma og gestirnir finni að hótelstarfsmönnum er annt um öryggi þeirra. Hóteleigendur á Íslandi eru í auknum mæli að átta sig á þörfinni fyrir sérhæfða öryggisgæslu á hótelum bæði vegna öryggis gesta og starfsfólks og vegna markaðslegs mikilvægis. Þess vegna leggur Securitas nú aukna áherslu á þennan þátt í þjónustuframboði sínu.

Öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili

Sérsniðnar lausnir fyrir hótel og gistiheimili

Securitas býður sérsniðnar heildarlausnir að þörfum fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. Öryggislausnir okkar samanstanda af glæsilegum tæknibúnaði, vörum og þjónustu sem hafa margsannað gildi sitt í öryggismálum og forvörnum. 

Viðskiptavinir okkar hafa tækifæri til að raða saman á einum stað, tæknilegum lausnum og þjónustuþáttum sem uppfylla ströngustu öryggiskröfur. Traust ráðgjöf reyndra sérfræðinga, víðtækt vöruúrval og fjölbreytt þjónusta gera sérsniðnar öryggislausnir Securitas að afar hagkvæmum og öruggum kosti, hvort sem um er að ræða hótelkeðjur eða smærri gististaði.

Sérsniðnar öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili ná til fjölda öryggisþátta:

 • Hótelvöktun
 • Aðgangsstýringar
 • Auðkenni
 • Lyklalaust aðgengi
 • Myndeftirlit
 • Öryggismyndavélar
 • Brunaviðvörunarkerfi
 • Slökkvikerfi
 • Öryggiskerfi og öryggishólf
 • Öryggisfulltrúi til leigu
 • Bílastæðalausnir
 • Námskeið og ráðgjöf

Hótelvöktun

Sérhæfðri öryggisþjónustu er sinnt af starfsmönnum Securitas sem hlotið hafa sérstaka og yfirgripsmikla þjálfun í öryggismálum. Þetta starfsfólk starfar sem verktakar á hótelum og vinna við hlið hótelstarfsfólks. Þeir sinna almennum hótelstörfum en leggja sérstaka áherslu á öryggisþátt starfsins. Öryggisverðirnir geta sinnt sértækri gæslu, þjónustu og sérhæfðum öryggisstörfum að degi sem nóttu.

Securitas öryggisgæsla hótelvöktun öryggisverðir

Fullkomin aðgangsstýring

Með aðgangsstýringakerfum frá Securitas er hægt að stjórna aðgangi mismunandi svæða hótelsins með öruggum hætti með öflugu heildstæðu aðgangsstýringakerfi.

Með aðgangsstýringakerfum frá Securitas ertu með fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna, þjónustuaðila og hótelgesta í öruggu og notendavænu kerfi. 

Í gegnum aðgangsstýringakerfið er skilgreint hvaða auðkenni þarf til að komast inn á hvert svæði og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á svæði með hærra öryggisstigi.

Lyklalaust aðgengi

Með því að velja lyklalaust aðgengi fyrir öll rými á hóteli eða gistiheimili er bæði hægt að auka þægindi og öryggi gesta á sama tíma og hótelið nær aukinni hagræðingu. 

Rekstraraðilar ná hærra öryggisstigi fyrir allt hótelið með því að útrýma þeirri áhættu og því umstangi sem þarf til að viðhalda eldri málmlyklakerfum. 

Með aðgangsstýrikerfi og rafrænum auðkennum er hægt að skapa lyklalaust umhverfi með einföldum og öruggum hætti. 

Slepptu umstangi og kostnaði við framleiðslu lykla og áhættu að þeir lendi í röngum höndum. Með mjög einföldum aðgerðum er hægt að breyta eða loka aðgangsheimildum tímabundið eða endanlega.

Þráðlaus aðgangskortalestur hótelkerfi þráðlausar aðgangsstýringar frá Securitas
Auðkenni starfsfólks á hótelum og gistiheimilum með rafrænum eða sjónrænum hætti með auðkennum frá Securitas

Auðkenni

Securitas býður hótelum og gistiheimilum hentugar og fjölhæfar lausnir til að auðkenna starfsfólk bæði með sjónrænum og rafrænum hætti.

Prentuð aðgangskort með mynd og starfsheiti hvers starfsmanns eða þjónustuaðila veita aðgang að þeim stöðum og svæðum sem viðkomandi á að hafa aðgang að er mjög vinsæl leið.

Á stöðum þar sem gerðar eru kröfur um aukið öryggi er gjarnan bætt við auðkenningu með öðrum leiðum s.s. andlitsgreiningu, fingrafari o.s.fr

Brunavarnir

Securitas býður vandaðar gerðir af brunaviðvörunarkerfum sem uppfylla fjölþættar þarfir fyrirtækja í rekstri hótela og gistiheimila. 

Krafa er gerð í byggingarreglugerð að sett skuli upp sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi í byggingum sem eru ætlaðar til ákveðinna nota og falla hótel og gistiheimili þar undir ströng skilyrði.

Brunakerfi frá Securitas taka mið af ólíkum þörfum á ólíkum stöðum innan hótels eða gistiheimilis allt í einu kerfi. 

Nýttu þér áralanga reynslu sérfræðinga Securitas við að auka öryggi á hótelum og gistiheimilum.

eldhusslokkvikerfi flambering stalskal

Slökkvikerfi fyrir hótel

 

Sérfræðingar Securitas hafa mikla reynslu af hönnun og uppsetningu slökkvikerfa á hótelum og gistiheimilum. Hvort sem það er til að huga að öryggi gesta á hótelherbergjum eða í eldhúsinu þar sem kokkarnir eru mögulega að flambera dýrindis rétti þá er Securitas með heildstæðar og sveigjanlegar lausnir sem ná til allra þátta varðandi slökkvikerfi fyrir hótel og gistiheimili.

Fáðu aðstoð reyndra sérfræðinga til að tryggja öryggi þinna gesta og starfsfólks

Þinn eiginn eldvarnarfulltrúi

Örugg umsjón brunavarna í þínu fyrirtæki.

Öryggishólf

Hjá Securitas er hægt að velja vönduð og fallega hönnuð öryggishólf fyrir hótelherbergi. 

Notendavæn öryggishólf sem veita hótelgestum aukið öryggi og ánægju hverju sinni.

Öryggishólf fyrir hótelherbergi frá Securitas
Öryggismyndvélar dome Myndavélakerfi frá Securitas Hreyfanlegar öryggismyndavélar frá Seduritas

Myndavélakerfi

Securitas býður myndavélakerfi í hæsta gæðaflokki og með sveigjanleika sem gerir okkur kleift að bjóða sérsniðnar lausnir fyrir hvert hótel og gistiheimili eftir þörfum hverju sinni.

Reyndir ráðgjafar Securitas sjá til þess að þarfagreining nái yfir þær þarfir sem við þurfum að uppfylla í dag en á sama tíma er hugsað fyrir mögulegum stækkunum og nýjum kröfum sem morgundagurinn getur haft í för með sér. 

Með því að fara í gegnum nokkra af helstu eiginleikum myndavélakerfa er gott að átta sig á því hvers þau eru megnug og hvernig þau geta nýst í þínu fyrirtæki.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar í myndavélakerfum.

Námskeið fyrirlestur frá Securitas

Öryggisnámskeið
og þjálfun starfsfólks

Til að auka öryggi gesta, hótelstarfsfólks og gestgjafa á gististöðum er nauðsynlegt að huga að fræðslu um forvarnir og þjálfa viðbrögð við aðkallandi aðstæður. Securitas býður gott úrval námskeiða þar sem farið er í helstu þætti öryggismála á vinnustaðnum. Námskeið eru skipulögð með hliðsjón af áherslum og óskum viðskiptavina hverju sinni.

Dæmi um námskeið:

 • Skyndihjálp
 • Brunavarnir og meðferð handslökkvibúnaðar
 • Ógnandi hegðun
 • Rýrnun
 • Rýmingaræfing

Umsjón öryggismála hótela og gistiheimila getur verið viðamikil og fjölþætt. Mörg fyrirtæki velja að fá lánaðan öryggisstjóra um ótiltekinn tíma í stað þess að þurfa að þjálfa og mennta eigin starfsmann með reglulegum hætti.

Það getur því verið mun hagkvæmara og öruggara að velja öryggisstjóra að láni frá Securitas. 

Kynntu þér öryggisstjóra að láni

Umsjón öryggiskerfa í höndum öryggisstjóra að láni frá Securitas

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir hótel og gistiheimili

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Hafþór Theódórsson hjá Securitas Hafþór Theódórsson hjá Securitas lit

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.