Innbrotakerfin bjóða upp á margskonar stillingar en allar ganga þær út á að bregðast við hreyfingu með ákveðnum hætti á ákveðnum tímum.
Þannig er t.d. hægt að vera með mismunandi stillingar á innbrotakerfi eftir því hvaða tími dags er og hvaða starfsemi er í húsinu á hverjum tíma.
Ef aðalhurð er opnuð á skilgreindum opnunartíma þá gerist ekkert, en sé hún opnuð utan opnunartíma fer innbrotakerfið í gang.
Ef skynjarar nema hreyfingu eru boð send umsvifalaust inn á innbrotakerfið og þaðan send boð til stjórnstöðvar og til stjórnenda fyrirtækis ef kerfið er stillt með þeim hætti.