Staðbundinn öryggisvörður sinnir skilgreindum verkefnum og almennu fyrirbyggjandi eftirliti á staðnum, hefur umsjón með öryggiskerfum og bregst við ef eitthvað ber út af í öryggislegu tilliti.
Eðli málsins samkvæmt eru öryggisverðir í staðbundinni gæslu alfarið staðsettir á gæslustað þjónustukaupa, sem getur verið eitt eða fleiri aðliggjandi hús eða athafnasvæði.
Í mörgum tilvikum byggir þjónustukaupi á staðbundinni öryggisgæslu allan sólarhringinn. Þá vinna öryggisverðir á vöktum og geta haft ólíkum verkefnum að gegna, eftir því hvort um dag- eða næturtíma er að ræða, virkan dag eða helgi.