Lýsing fyrir öryggismyndavélar

Þannig að allt sjáist

Til að hámarka gæði myndeftirlitskerfa er gott að bæta lýsingu birtu til að ná hágæða myndum og auka fælingarmátt.

Raytec innrauð ljós eru sérhönnuð fyrir myndeftirlitskerfi. Ljósin lýsa upp umhverfið fyrir eftirlitsmyndavélarnar en eru ósýnileg mannsauganu. Ljósin bæta gæði myndavéla í myrkri og gera þeim kleift að ná betri myndum þrátt fyrir algjört myrkur. Með tilkomu háupplausna stafrænna myndavéla hefur þörfin fyrir sérhannaða lýsingu fyrir myndeftirlitskerfi aukist.

Raytec ljósin nýta sér LED tæknina og eru því einstaklega orkusparandi og hafa yfir 10 ára endingu.
Raytec býður bæði upp á innrauða lýsingu sem aðeins myndavélar sjá og hvíta lýsingu sem er sérhönnuð fyrir eftirlitsmyndavélar til að ná hámarksgæðum fyrir litmyndavélar, hvort sem er að degi eða nóttu.

Öryggislýsing LED kastari

Örugg lýsing á réttum stöðum

Raytec ljósin eru skemmdaverkavarin og hægt er að fá ljós sem draga allt að 1000 m, með stillanlegan geisla upp í 180°.

  • LED lýsing
  • Innrauð lýsing
  • Hvít lýsing
  • Hannað fyrir eftirlitsmyndavélar
  • Notar lítið afl
  • Skemmdaverkavarin

ALLT SEM ÞARF AÐ UPPLÝSA

FÆLINGARMÁTTUR OG SKÝRARI MYNDIR

Fáðu aðstoð sérfræðinga Securitas til að hanna og setja upp réttu lýsinguna umhverfis þitt fyrirtæki. Aukin fælingarmáttur þegar rökkva fer og veitir skýrari myndir öryggismyndavélar og auðveldara eftirlit öryggisvarða.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í myndeftirliti

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.