Til að hámarka gæði myndeftirlitskerfa er gott að bæta lýsingu birtu til að ná hágæða myndum og auka fælingarmátt.
Raytec innrauð ljós eru sérhönnuð fyrir myndeftirlitskerfi. Ljósin lýsa upp umhverfið fyrir eftirlitsmyndavélarnar en eru ósýnileg mannsauganu. Ljósin bæta gæði myndavéla í myrkri og gera þeim kleift að ná betri myndum þrátt fyrir algjört myrkur. Með tilkomu háupplausna stafrænna myndavéla hefur þörfin fyrir sérhannaða lýsingu fyrir myndeftirlitskerfi aukist.
Raytec ljósin nýta sér LED tæknina og eru því einstaklega orkusparandi og hafa yfir 10 ára endingu.
Raytec býður bæði upp á innrauða lýsingu sem aðeins myndavélar sjá og hvíta lýsingu sem er sérhönnuð fyrir eftirlitsmyndavélar til að ná hámarksgæðum fyrir litmyndavélar, hvort sem er að degi eða nóttu.