Öryggismyndavélar

 

Öryggismyndavélar geta skipt sköpum í öryggi og rekstri fyrirtækja. Securitas býður háþróaðar öryggismyndavélar með fjölbreytt eiginleika sem standast ströngustu gæðakröfur. 

Öryggismynda
vélar

Fjölhæfar öryggismyndavélar

Helstu öryggismyndavélar

Hér á þessari síðu eru upplýsingar um mismunandi gerðir og eiginleika öryggismyndavéla. Öryggismyndavélum er skipt í 6 megin flokka en fjölhæfar vélar geta tilheyrt fleiri en einum flokk.

ÚTIMYNDAVÉLAR

Innimyndvélar

Hreyfanlegar

Kúlumyndavélar

Nætursjón

HITAMYNDAVÉLAR

Öryggismyndavélar útimyndavélar lit

Útimyndavélar

Myndavélar til notkunar utanhúss þurfa að vera með dag/nótt virkni.  Þegar birtustig fer niður fyrir ákveðið stig skiptir myndavélin frá lit yfir í svart/hvíta mynd.

Myndavél í svart/hvítum ham er mun ljósnæmari en myndavél í lit og nær hún því betri myndum í myrkri. Einnig er mikilvægt að myndavélarnar séu í húsi sem verndar þær gegn veðri og vindum. 

Vegna breytilegs birtustigs utandyra er æskilegt að velja myndavél með sjálfvirku ljósopi (Auto Iris). Slík vél ræður betur við breytilegt birtustig.

Öryggismyndavélar innimyndavélar frá Securitas

Innimyndavélar

Öryggismyndavélar sem hentar innandyra. Í ákveðnum tilfellum er hægt að fella þær inn í loft og veggi. Fáanlegar með hljóðnema, og hátalara fyrir gagnvirk samskipti.

Öryggismyndvélar dome Myndavélakerfi frá Securitas

Kúlumyndavélar

Vinsælar og fjölhæfar öryggismyndavélar með vítt sjónsvið. Öryggismyndavélar sem eru hýstar í hálfkúlu húsi einnig þekktar undir heitinu Dome myndavélar. Hægt að stilla sjónarhorn í hvaða átt sem er.  Oft með góða vörn fyrir höggum og fikti.

fjölhæfar myndavélar

Sjáðu alla myndina

Myndavélakerfi eru samsett þremur þáttum. Einn þessara þátta eru öryggismyndavélar sem valdar eru eftir eiginleikum sínum til að ná myndum við ólíkar aðstæður.

Hreyfanlegar öryggismyndavélar frá Seduritas

Hreyfanlegar

Notandi eða stjórnstöð getur stýrt hreyfanlegum öryggismyndavélum í rauntíma í gegnum nettengingu eða gsm samband. Hreyfanlegar öryggismyndavélar bjóða gjarnan upp að hægt er að snúa þeim og nýta aðdráttarlinsu til að ná mynd af því sem óskað er. Gjarnan notaðar á stærri svæðum og við fjarmyndaeftirlit.

AUKNAR KRÖFUR

 

Öryggisgæsla hjá fyrirtækjum verður sífellt viðameiri og mikilvægari. Þróun á myndavélakerfum er hröð og auknar kröfur eru stöðugt gerðar til þeirra verkefna sem þær eiga að leysa. 

Hjá Securitas starfa reynslumiklir ráðgjafar sem elska að takast á við áskoranir og byggja upp öflugar heildarlausnir með þínu fyrirtæki.

Öryggismyndavélar með nætursjón Öryggismyndavélar með nætursjón þjófur að stela hjóli

Nætursjón

Það sem augað ekki sér í myrkrinu geta myndavélar með nætursjón greint. Tæknin sem er beitt er ýmist infrarauðir geislar eða myndavélar sem magna upp ljósmagn. Hitamyndavélar gefast einnig vel við eftirlit að næturlægi eða þar sem birta er lítil.

Hitamyndavélar infrarauðar myndvélar Hitamyndavélar infrared frá Securitas

Hitamyndavélar

Hitamyndavélar geta greint hita bæði frá lifandi verum og búnaði. Þessar myndavélar eru gjarnan notaðar til þess að greina umferð lifandi vera en einnig mjög vinsælar við eftirlit með búnaði þar sem þær geta greint ofhitnun á búnaði og komið af stað boðum sem geta leitt til sjálfvirkrar stöðvunar búnaðar eða gert stjórnstöð og eða viðbragðsaðilum viðvart.

Hitamyndavélar gefast einnig vel við eftirlit að næturlægi eða þar sem birta er lítil.

SJÁÐU ALLA SÖGUNAÍ LIT

 

Securitas býður vandað úrval af öryggismyndavélum með fjölbreytta eiginleika. Flestar bjóða upp á myndefni í lit og við erfið birtuskilyrði. 

Sjáðu reksturinn

Í nýju ljósi

Sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér tækninýjungar í öryggismyndavélum og myndavélakerfum til ýmiskonar greininga. Með vel útfærðum myndavélalausnum er hægt að greina breytingar á hitastigi og sjá umferð um ákveðin svæði á hitakorti svo eitthvða sé nefnt.

Hentugasta uppröðunin

Vöruflæði

Með myndgreiningu er m.a. hægt að sjá hvernig umferð flæðir um vöruhús. Mikilvægar upplýsingar sem geta nýst við skipulagningu vöruhúsa.

Hvar stoppa viðskiptavinirnir?

Hitakort í verslun

Nútíma öryggismyndavélar og myndgreining gera okkur kleift að greina hegðun fólks. Hvar kemur fólk saman, hvaða leið ganga viðskiptavinir um verslunina o.s.frv.

Hvernig er álagið

Hitamyndir

Með hitamyndum er hægt að greina álag á t.d. vélbúnað og tæki. Þannig er hægt að bregðast við ofhitnun og koma í veg fyrir skemmdir.

Hitamyndir úr myndeftirlitskerfi sem sýna hvernig flæði í vöruhúsi virkar
Myndeftirlitskerfi frá Securitas nútíma lausnir í öryggismálum
FJÖLDI
ÚTIVÉLAR
DOME vélar
FRAMLEIÐENDUR
M
LENGSTA DRÆGNI
HITAMYNDAVÉLAR

Öryggismyndavélar tengjast upptökukerfum

Hluti af þríþættu myndavélakerfi

Öryggismyndavélar geta ekki staðið einar og sér. Þær þurfa að tengjast miðlægu stjórnkerfi eða upptökubúnaði. Við upptökubúnaðinn er einnig sett upp myndbirting og myndgreining. Þannig mynda þessir þættir öflug öryggismyndavélakerfi.

Upptökubúnaður

Miðlægur búnaður sem safnar saman myndefni frá öryggismyndavélum, birtir myndefnið og eða tekur það upp.​

Öruggt myndefni

Upptökur eru geymdar með öruggum og aðgengilegum hætti og í samræmi við persónuverndarlög.
Upptökubúnaður

Öryggismyndavélar

Myndavélar með ólíka eiginleika fyrir mismunandi aðstæður eru valdar saman til að gefa örugga mynd af því sem til er ætlast. ​

Margar gerðir

Öryggismyndavélar eru til í mörgum útfærslum með mismunandi eiginleika. Kynntu þér öryggismyndavélar nánar.

Myndgreining

Myndavélar með ólíka eiginleika fyrir mismunandi aðstæður eru valdar saman til að gefa örugga mynd af því sem til er ætlast. ​

Hver og hvað

Upptökur eru geymdar með öruggum hætti og í samræmi við persónuverndarlög.
Myndgreining

Öryggismyndavélar

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í myndeftirliti

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Samstarfsaðilar

Leiðandi í öryggismyndavélum og öryggismyndavélakerfum