Myndavélar til notkunar utanhúss þurfa að vera með dag/nótt virkni. Þegar birtustig fer niður fyrir ákveðið stig skiptir myndavélin frá lit yfir í svart/hvíta mynd.
Myndavél í svart/hvítum ham er mun ljósnæmari en myndavél í lit og nær hún því betri myndum í myrkri. Einnig er mikilvægt að myndavélarnar séu í húsi sem verndar þær gegn veðri og vindum.
Vegna breytilegs birtustigs utandyra er æskilegt að velja myndavél með sjálfvirku ljósopi (Auto Iris). Slík vél ræður betur við breytilegt birtustig.