Öryggisgæsla Securitas

 

Securitas býður margþætta öryggisgæslu fyrir fjölbreyttar aðstæður til lengri eða skemmri tíma. Við höfum sérþjálfaða öryggisverði á fimm öryggisstigum.

Öryggisverðir okkar sinna allt frá hefðbundinni öryggisgæslu í verslunarmiðstöðvum upp í verkefni við allra hættulegustu aðstæður.

Gæslan getur verið fólgin í því að öryggisvörður sé á staðnum eða komi reglulega við. Kynntu þér lausnirnar sem eru í boði.

 
 

Öryggisgæsla í yfir 40 ár

Securitas hefur veitt viðskiptavinum vandaða og árangursríka öryggisgæslu í yfir 40 ár.

Ekkert öryggisgæsluverkefni er eins og þaulreyndir öryggisráðgjafar Securitas aðstoða viðskiptavini við að velja lausn sem hentar þörfum í hverju fyrirtæki. Öryggisgæslu er skipt upp í grunnflokka en lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin felast í bestu samsetningu þessara þátta fyrir hvern og einn.

Hver þáttur öryggisgæslu kallar á sérþjálfun sem allir öryggisverðir Securitas ganga í gegnum. Reynsla, fjöldi námskeiða og vottana segja til um á hvaða stigi öryggisverðir starfa. 

Öryggisverðir eru valdir eftir styrkleikastigum frá 1 upp í 5 í samræmi við kröfur í hverju verkefni. Kynntu þér möguleika í öryggisgæslu hér fyrir neðan eða hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar og fáðu sérsniðna öryggisgæslu fyrir þitt fyrirtæki.

Eftirlitsferðir

Sérhæfð gæsla

Verðmætaflutningar

Lífvarsla

Viðburðagæsla

Yfirseta

Sérþjálfaðir öryggisverðir Securitas

Sérþjálfaðir öryggisverðir

 

Öryggisverðir hjá Securitas fara í gegnum strangt ráðningarferli í upphafi þar sem bakgrunnur og ferill er grandskoðaður. Öryggisverðir fara í gegnum strangt þjálfunarferli. Öryggisverðir eru flokkaðir eftir þjálfun og getu í fimm styrkleikastig. En þeir öryggisverðir sem ná fimmta stigi eru reiðubúnir í allra hættulegustu verkefnin.

Kynntu þér meira um þjálfun og styrkleikastig öryggisvarða

Staðbundin gæsla

 

Hlutverk öryggisvarða í staðbundinni gæslu er að sjá til þess að reglum varðandi umgengni og frágang sé fylgt. Auk þess að sjá til þess að áherslum í samþykktri öryggisstefnu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar sé einnig almennt fylgt eftir. 

Staðbundinn öryggisvörður sinnir skilgreindum verkefnum og almennu fyrirbyggjandi eftirliti á staðnum, hefur umsjón með öryggiskerfum og bregst við ef eitthvað ber út af í öryggislegu tilliti.

Securitas mannað eftirlit öryggisverðir eftirlitsferðir

Eftirlitsferðir

 

Þjálfaður öryggisvörður Securitas kemur í fyrirtæki á tilteknum tímum.

Gengið er úr skugga um að fyrirtækið sé öruggt og farið yfir frágang með tilliti til þátta sem gætu hafa farið úrskeiðis á annasömum vinnustað.

Allt er unnið samkvæmt gátlista og stjórnendur fá skýrslu hvaða aðgerðir voru framkvæmdar við eftirlitið og upplýsingar um atvik sem komu upp.

Verðmætaflutningar

 

Verðmætaflutningar hafa vaxið umtalsvert á liðnum árum, ekki síst vegna aukinnar kröfu um meira öryggi í flutningi fjármuna á milli staða og aukinna verðmæta í umferð.

Í verðmætaflutningum starfa vel þjálfaðir öryggisverðir með bakgrunn úr öryggisgæslu og annarri neyðarþjónustu.

Securitas býður heilsteyptar og þrautreyndar þjónustulausnir í verðmætaflutningum sem hafa hlotið lof erlendra fagaðila.

 

Sérhæfð gæsla öryggisgæsla hjá Securitas öryggisvörður og öryggisgæsluhundur

Sérhæfð öryggisgæsla

 

Þarfir viðskiptavina geta verið afar mismunandi. Í sumum tilvikum þarf að bregðast við tímabundnu ástandi með sérhæfðum lausnum.

Securitas sérhæfir sig í að skilgreina viðfangsefnið og leggja upp með lausnir sem geta verið blanda af mannaðri gæslu og tæknilausnum.

Hótelvöktun

 

Það er ekkert mikilvægara fyrir hóteleigendur en að gestir þeirra upplifi afslappað, faglegt og vingjarnlegt andrúmsloft á sama tíma og gestirnir finni að hótelstarfsmönnum er annt um öryggi þeirra. 

Hóteleigendur á Íslandi eru í auknum mæli að átta sig á þörfinni fyrir sérhæfða öryggisgæslu á hótelum bæði vegna öryggis gesta og starfsfólks og vegna markaðslegs mikilvægis. Þess vegna leggur Securitas nú aukna áherslu á þennan þátt í þjónustuframboði sínu.

Securitas öryggisgæsla hótelvöktun öryggisverðir

Yfirseta

 

Aðstæður og ástæður þess að sjúklingar á sjúkrastofnunum þurfa vöktun og yfirsetu allan sólarhringinn eða hluta úr degi þegar færri eru á vakt frá sjúkrastofnun er öryggisþjónusta sem Securitas veitir.

Fjarmyndaeftirlit

 

Securitas býður fjarmyndaeftirlit fyrir fyrirtæki og heimili. Með myndavélakerfum eru myndir sendar til stjórnstöðvar Securitas ef kerfið verður vart við óæskilegar mannaferðir og/eða bílferðir innan vaktsvæðis.

Stjórnstöð Securitas tekur við boðunum og getur þannig staðfest innbrot eða aðra óæskilega hegðun á skjótan hátt og kallað til réttra viðbragða strax. Hægt er að kalla strax til lögreglu. Stjórnstöð Securitas tryggir einnig að myndeftirlitskerfið sé ávallt virkt.

Hver öryggisvörður er hluti af stærri heild

Það er sama á hvaða öryggisstigi hver öryggisvörður er hverju sinni, þeir standa aldrei einir. Allir öryggisverðir Securitas eru hluti af stærri heild sem vinnur saman sem eitt viðbragðsafl ef eitthvað kemur upp.

Það er gott til þess að vita

að yfir 300 sérþjálfaðir öryggisverðir eru hluti af einni heild sem eru allir hluti af þeirri þjónustu sem hver og einn viðskiptavinur velur.

Metfjöldi útkalla í mánuði:
Útköll a.m.t. á sólarhring​
Fjöldi símtala í þjónustuver á mánuði
Fjöldi boða á stjórnstöð á mánuði
Fjöldi þjónustu og gæslubíla
Meðalfjöldi útkalla á mánuði
Metfjöldi útkalla í mánuði:
Útköll a.m.t. á sólarhring​
Fjöldi símtala í þjónustuver á mánuði
Fjöldi boða á stjórnstöð á mánuði
Fjöldi þjónustu og gæslubíla
Meðalfjöldi útkalla á mánuði