Viðburðagæsla

Öryggir viðburðir inni og úti

Þegar haldnir eru viðburðir er að mörgu að hyggja. Hvort sem viðburðurinn er inni eða úti þá er Securitas í stakk búið að annast öll öryggismál.

Viðburðagæsla getur falið í sér að stjórna flæði fólks inn og út af viðburðinum. Tryggja að allt fari vel fram á viðburðinum og gæta að öryggisatriðum og brunavörnum.

Brunavarnir og fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum á viðburðum til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 

Viðburðagæsla Securitas gæsla á tónleikum

Tónleikar

Securitas býr yfir áralangri reynslu við öryggisgæslu á tónleikum og viðburðum. Oft þarf mikinn mannafla og mikilvægt að hafa örugga stjórn á allri gæslu. 

Securitas annast gæslu á tónleikunum sjálfum og því sem snýr að tónleikagestum en einnig persónulega öryggisgæslu fyrir tónlistarfólk eða aðra þá sem eiga að koma fram.

Sýningar

Securitas hefur mikla reynslu að tryggja öryggi á sýningarsvæðum bæði inni og úti. Mikilvægt er að stýra aðgengi að sýningum á undirbúningstíma, sýningartímanum sjálfum og við frágang. 

Unnið er skipulega að öllum öryggismálum og brunavörnum fyrir sýningarsvæðið í heild og einnig hjá hverjum og einum sýnanda t.d. með því að útvega slökkvitæki og annan nauðsynlegan búnað.

Viðburðagæsla á sýningum frá Securitas
Viðburðagæsla Securitas á íþróttaviðburðum

Íþróttaviðburðir

Það er fátt skemmtilegra en að horfa á spennandi íþróttaleiki og hvetja sitt lið til dáða.

Það vill koma fyrir að kappið verði fullmikið og þá er gott að geta reitt sig á öflugt viðbragðsafl á staðnum sem hefur stuðning allra annarra öryggisvarða Securitas sem eru vakt.

Hátíðir

Vinsældir hátíða íþróttafélaga og árshátíðir fyrirtækja auk annarra hátíða eru miklar. Þar er að mörgu að hyggja og mikilvægt að vera með mannafla á staðnum sem er vanur að meðhöndla fólk við þessar aðstæður og sinna öryggi þess og annarra af reynslu og þekkingu.

Vidburdagaesla-arshatidir-og-ithrottahatidir

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.