Sjúkrakallkerfi

Öruggi í ummönnun

Sjúkrakallkerfi geta leitt til verulegs vinnuhagræðis, öruggara vinnulags og rekjanleika en aðeins ef hugað er að því í upphafi. Megin tilgangur sjúkrakallkerfa (bjöllukerfa) hefur verið að tryggja að skjólstæðingur geti sent boð og fengið umsvivalaust viðbragð frá starfsfólki.  

Sjúkrakallkerfi öflugur hugbúnaður frá Securitas. Ljóshærð kona læknir að nota tölvu

Öflugur hugbúnaður

Töluverð þróun hefur átt sér stað í sjúkrakallkerfum á undanförnum árum og eru þau í raun orðin öflug hugbúnaðarkerfi sem geta mætt sívaxandi kröfum sem gerðar eru til stofnanna um skráningu atvika, gagnsæi og rekjanleika varðandi veitta þjónustu.

Sveigjanleiki

Við val á búnaði er því mikilvægt að horfa til allra þátta í starfsemi stofnanna, lyfjagjöf, umönnun og verkefnalista eins og hita- og blóðþrýsgingsmælingar, reglulegan snúning ofl. Auðvelt er að setja upp sérhannaða verkefnalista fyrir þrif, og almennt viðhald, þar sem þjónustuaðilar kvitta fyrir á snertiskjá í viðkomandi herbergi að loknu verki.

Sjúkrakallkerfi sveigjanleiki
Vottuð sjúkrakallkerfi og ummönnunarkerfi frá Securitas fyrir sjúkrahús og hjúkrunarheimili

Vottuð kerfi

Kröfur sem Securitas gerir til sjúkrakallkerfanna sem við bjóðum eru að þau séu vottuð og að hönnun þeirra bjóði upp á sveigjanleikann sem aðstæður á Íslandi kalla á.

Hópur tæknimanna hjá Securitas er sérþálfaður í þjónustu við kerfin og er með áralanga reynslu af strörfum inni á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Þessi hópur þekkir vel þá starfseminni sem fer þar fram og vanir að mæta þeim þörfum sem gerðar eru til búnaðar og þjónustu.

Hafðu samband við sérfræðinga Securitas

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.