Lífvarsla

Öryggi öllum stundum

Securitas býður öryggislausnir af öllu tagi sem er ætlað að mæta mismunandi þörfum og öryggiskröfum viðskiptavina.

Í ákveðnum tilfellum er þörf á  persónulegri vernd til lengri eða skemmri tíma.

Erlendir gestir á vegum fyrirtækja eða stofnanna gera gjarnan kröfu um að þjálfaðir lífverðir annist sérstaka vernd á meðan heimsókn stendur. eða á meðan þeir sækja ákveðinn viðburð. 

Securitas byggir skipulagningu og framkvæmd hvers verkefnis á þeim áherslum sem viðskiptavinir fyrirtækisins leggja upp með hverju sinni.

Því tengt er lögð áhersla á að gestir viðskiptavina séu í tryggum höndum sérþjálfaðra öryggisvarða fyrirtækisins þar sem öryggi, vellíðan og ánægja þeirra er okkar forgangsverkefni.

Lífvarsla Securitas

Lífverðir

Securitas hefur á að skipa lífvörðum sem hlotið hafa faglega þjálfun, bæði erlendis og á Íslandi.

Við aðstæður sem kalla á sérstakar ráðstafanir og vernd mikilvægra aðila er lífvörður frá Securitas lausn sem skapar þjála, trausta og faglega þjónustu í smáum sem stórum verkefnum, bæði til lengri og skemmri tíma.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.