Lykiltölur23-1

Sjálfbærniuppgjör Securitas 2023

Securitas birtir sjálfbærniuppgjör í annað sinn sem nær yfir öll rekstrarsvið og starfsstöðvar félagsins. Auk Securitas, þá eru dótturfélögin Vari fasteignafélag ehf. og Geymslur ehf. tekin með í losunarbókhaldið. Árið er gert upp m.t.t. losunar í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq, GHG Protocol ásamt GRI, til að halda samanburðarhæfni í upplýsingagjöf milli ára. Uppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti félagsins. 

Á árinu 2023 var tekið stórt skref til að greina stöðu félagsins og hefur Securitas hafið þá vinnu að greina hvaða sjálfbærniþættir eru mikilvægastir með framkvæmd tvöfaldrar mikilvægisgreiningar. Árið 2024 mun einkennast af undirbúningi fyrir skýrslugjöf  í samræmi við Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD). 

Sjálfbærniuppgjör Securitas 2023

Umhverfisstefnu félagsins má nálgast hér

Ekki er opið fyrir athugasemdir.