Ráðgjöf í öryggismálum
Í stórum hópi starfsmanna Securitas er að finna starfsmenn með áralanga og víðtæka reynslu á sviði öryggismála. Margir þessara starfsmanna eru meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði og hafa því verið fengnir til ráðgjafastarfa og til þess að sitja í ráðum og nefndum sem fjalla um hvers konar öryggismál í samfélaginu.
Securitas getur boðið ráðgjöf á ýmsum sviðum öryggismála án þess að því fylgi nokkur skuldbinding um að búnaður eða þjónusta sé keypt af fyrirtækinu.
- Heildaröryggi í fyrirtækjum og stofnunum
- Öryggisstefna, markmið, leiðir og innleiðing
- Öryggishandbækur
- Öryggisnámskeið
- Fræðsla starfsfólks
- Viðbragðsáætlanir
- Ráðgjöf um uppsetningu rýma í öryggislegum tilgangi
- Gerð áhættumats fyrir innra og ytra umhverfi vinnustaðar