Skilmálar fyrir vefverslun Securitas

 

1. Upplýsingar um seljanda

 Seljandi er Securitas hf., kt. 640388-2699, Skeifan 8, 108 Reykjavík.  Securitas er með virðisaukaskattsnúmerið 010652 og er skráð í fyrirtækjaskrá. Hægt er að hafa samband við Securitas í síma 580-7000 milli 8:00 og 16:00 virka daga eða securitas@securitas.is og skal öllum athugasemdum, spurningum eða kvörtunum vegna skilmála þessara eða viðskipta milli kaupanda og Securitas beint þangað.

2. Skilaréttur neytenda

Grein þessi gildir aðeins í þeim tilvikum sem kaupandi telst neytandi í skilningi laga um neytendasamninga nr. 16/2016.

Réttur til þess að falla frá samningi

Kaupandi á rétt á að falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga nema þegar um er að ræða sérpöntun, ekki er hægt að skila slíkum vörum né fá endurgreiðslu.

Frestur til að falla frá kaupum rennur út 14 dögum eftir daginn sem kaupandi eða tilgreindur viðtakandi hefur fengið vörurnar í sínar vörslur.  

Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarf kaupandi að tilkynna Securitas ákvörðun sína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu þess efnis t.d. með því að senda tölvupóst á securitas@securitas.is. Nota má staðlað uppsagnareyðublað sem er aðgengilegt hér en það er ekki skylda.   

Til að uppsagnarfresturinn teljist virtur nægir að kaupandi sendi tilkynningu um að hann hafi neytt réttar til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út.

Áhrif þess að falla frá samningi

Ef kaupandi fellur frá þessum samningi mun Securitas endurgreiða kaupanda allar greiðslur sem Securitas hefur fengið frá kaupanda, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að kaupandi hefur valið annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar Securitas er tilkynnt um ákvörðun kaupanda um að falla frá kaupum. Securitas mun endurgreiða kaupanda með því að nota sama greiðslumiðil og notaður var í upphaflegu viðskiptunum, nema kaupandi hafi samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þarf kaupandi ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. Securitas áskilur sér rétt til að halda eftir endurgreiðslu þar til Securitas hefur fengið vöruna aftur eða kaupandi hefur lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.

Kaupandi skal endursenda vöruna eða afhenda Securitas hana, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnti Securitas ákvörðun kaupanda um að falla frá samningnum. Fresturinn skal teljast virtur ef kaupandi endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins. Skal varan send í  upprunalegum og óskemmdum umbúðum auk þess þurfa allir fylgihlutir hennar að fylgja, þá skal kaupandi framvísa reikningi fyrir kaupunum. Kaupandi skal bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar og fer kostnaður eftir endursendingarmáta og gjaldskrá sendingaraðila. Kaupandi er aðeins ábyrg(ur) fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.

3. Verð og sendingarkostnaður

Öll verð eru birt með virðisaukaskatti. Allur sendingarkostnaður greiðist af kaupanda og bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Heildarkostnaður birtist kaupanda áður en hann staðfestir pöntun. Greitt er í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Hægt er að fá flestar vörur sendar á næsta pósthús eða heim að dyrum þar sem við á. Athugið að í undantekningartilvikum getur þurft að senda vöruna með öðrum leiðum vegna umfangs. Þá verður haft samband við kaupanda til að ganga frá hagkvæmustu leið. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl, forritunargalla eða prentvillur og áskilur Securitas sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. 

4. Pantanir og afgreiðsla þeirra

Securitas vinnur pöntun um leið og greiðsla hefur borist, pantanir eru teknar til og afgreiddar eins fljótt og verða má. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

Viðskiptavinir geta pantað vörur í netverslun eða með því að hafa samband við söludeild okkar. Vakin er athygli á því að  Securitas veitir afsláttur af listaverði þegar pantað er í gegnum netverslun og gildir sá afsláttur ekki þegar pantað er í gegnum söludeild.

Vörur má sækja á lager Securitas að Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík strax og pöntun hefur verið móttekin. Sé hins vegar um að ræða sérpöntun þá verður haft samband við viðskiptavin um leið og vara er tilbúin til afhendingar. Ef valið hefur verið að fá vöru senda þá bætist sendingarkostnaður við.

5. Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð seljanda er í samræmi við lög þar að lútandi. Ábyrgð á nýjum vörum sem seldar eru til einstaklinga er 2 ár en vörur sem seldar eru til lögaðila 1 ár.

Telji kaupandi vöru gallaða skal hann hafa samband við Securitas. Nauðsynlegt er að framvísa gögnum fyrir vörukaupum til að sannreyna að varan sé enn í ábyrgð t.d. greiðslukvittun. 

Securitas áskilur sér rétt til að sannreyna að um galla sé að ræða. Þá áskilur Securitas sér rétt til að ákveða hvort endurgreiða skuli vöruna, gera við hana eða skipta henni út fyrir nýja ógallaða vöru. Komi upp ágreiningur milli Securitas og kaupanda um hvort vara teljist gölluð á kaupandi rétt á að senda kvörtun til kærunefnd vöru- og þjónustukaupa, sbr. gr. 11. hér að neðan.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur úr gildi ef aðrir en starfsmenn Securitas hafa átt við vöruna án samþykkis, sbr. 6. gr. um viðgerðir hér að neðan. Ábyrgð nær ekki til  bilana eða tjóns af utanaðkomandi orsökum, svo sem eldsvoða, vatns, þjófnaðar, slyss, verkfalla, rafmagnsbilunar eða spennubreytinga. Ábyrgð nær ekki til búnaðar sem seldur er notaður,  nema um slíkt sé samið sérstaklega áður en gengið er frá kaupum.

Securitas ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða við flutning vöru hjá þriðja aðila. Ef kaupandi vill tryggja vöru sérstaklega fyrir flutning þarf það að koma skýrt fram við vörukaup. Sölumenn Securitas hafa þá samband við kaupanda og benda á mögulegar leiðir í boði.

6. Viðgerðir

Allar viðgerðir á búnaði sem Securitas selur fara fram á verkstæði Securitas eða hjá viðskiptavini sé þess óskað.

Allar viðgerðir skulu framkvæmdar af Securitas og skal öðrum aðilum óheimilt að framkvæma viðgerðir á búnaði án samþykki Securitas.

Verkstæði Securitas er staðsett í Skeifunni 8, 108 Reykjavík. Þjónustutími þess er frá kl 08.00 – 16.00 alla virka daga. 

7. Öryggi

Securitas varðveitir ekki kreditkortanúmer sem gefin eru upp við kaup í netverslun. Þegar komið er að því að gefa upp kortaupplýsingar og ganga frá greiðslu er viðskiptavinur fluttur yfir á örugga greiðslusíðu hjá Borgun. Allar greiðslur eru framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal. 

Vefur Securitas notast við SSL skírteini sem tryggir öryggi í gagnaflutningi og samskiptum. Það tryggir að utanaðkomandi aðilar geta ekki komist inn í upplýsingar og gögn sem streyma frá notendum vefsins. 

Við pöntun fyllir kaupandi út tengiliðsupplýsingar s.s. nafn, tölvupóstfang og heimilisfang.

8. Persónuvernd 

Securitas kann að vinna persónuupplýsingar í tengslum við viðskiptin og eru þær ávallt unnar í samræmi við persónuverndarstefnu Securitas 

Vefurinn okkar notast við Google Analytics og safnar það tól gögnum s.s. hvaðan heimsóknin kemur, hversu lengi vefurinn var skoðaður og hvaða efni er mest skoðað. Þessi gögn eru nýtt til að greina heimsóknir á vefinn og gera upplifun notenda af honum enn betri. Við pöntun fara þessar  upplýsingar í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Securitas ábyrgjast að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar öðrum í té.

9. Annað

Securitas áskilur sér rétt til að fella niður pöntun ef nauðsynlegt reynist undir einhverjum kringumstæðum, það gæti m.a. gerst vegna ranga verðupplýsinga í netverslun eða að vara er ekki lengur fáanleg hjá Securitas eða hjá birgi. Viðskiptavinur er upplýstur um slíkt eins fljótt og verða má.  

10. Upplýsingar um vörunotkun

Oft er um að ræða kaup á vörum sem krefjast töluverðrar verkkunnáttu í notkun og uppsetningu. Verklýsingar og tækniblöð á heimasíðu Securitas svara flestum spurningum, t.d. um aðferðir. Ef spurningar vakna þá hikið ekki við að senda tölvupóst á thjonusta@securitas.is eða hringja í síma 580-7000 milli kl. 8 og 16 virka daga.

11. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Kaupandi getur óskað eftir úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa (www.kvth.is) vegna hvers konar ágreinings sem rís vegna skilmála þessara eða viðskiptum á grundvelli þeirra.

12. Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.