Vöruverndarmiðar frá Securitas eru af hæstu gæðategund sem tryggir hámarksvirkni vöruverndarhliðanna.
Securitas býður örugg R50 hörð vöruverndarmerki. Merkin eru með klippivörn þannig að mun erfiðara er að klippa pinna úr merkjunum.
Merkin eru einnig með sterkt hald á pinnanum sem tryggir að ekki sé hægt að toga merkin í sundur. Opna þarf merkin með sérstökum segulopnara.
Merkin er hægt að fá með blekhylkjum sem springa ef reynt er að opna þau á rangan hátt.
Securitas býður einnig miða fyrir snyrtivörur ásamt miðum fyrir frysti- og kælivörur.