geymsla husnæði

Reynslusaga viðskiptavinar – Geymsla 24

Þjónusta Securitas er virðisaukandi fyrir
starfsfólk Geymslu24 og viðskiptavini
fyrirtækisins, með auknu öryggi og frelsi
til athafna.

ÁSKORANIR

Geymsla24 er eitt fullkomnasta geymsluhúsnæði landsins og er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og öryggisvarnir ásamt aðgangsstýringum. Geymsla24 hóf starfsemi í mars árið 2015 að Skemmuvegi 4 í Kópavogi. Viðskiptavinir Geymslu24 hafa aðgang að sínu geymsluplássi allan sólarhringinn, allan ársins hring með rafrænu aðgangskerfi frá Securitas.

AÐGENGI

Gott aðgengi er lykilatriði fyrir viðskiptavini fyrirtækis sem leigir út geymslurými. Það er því mikilvægt fyrir þjónustuaðila eins og Geymslu24 að geta boðið upp á notendavæna og skilvirka aðgangsstýringu.

ÖRYGGI

Starfsfólk og viðskiptavinir vilja vera þess fullviss að eigur þeirra í geymslum séu öruggar. Bruna- og innbrotavarnir, auk aðgangsstýringar, eru því mikilvægir þættir í að tryggja örugga geymslu.

HAGKVÆMNI

Hámörkun á hagkvæmni og þægindum er mikils virði fyrir starfsfólk. Það er því dýrmætt fyrir Geymslu24 að geta nýtt sér skilvirkt og öflugt öryggis- og aðgangsstýringarkerfi sem eykur hagræðingu í starfseminni.

ÁSKORANIR

Geymsla24 er eitt fullkomnasta geymsluhúsnæði landsins og er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og öryggisvarnir ásamt aðgangsstýringum. Geymsla24 hóf starfsemi í mars árið 2015 að Skemmuvegi 4 í Kópavogi. Viðskiptavinir Geymslu24 hafa aðgang að sínu geymsluplássi allan sólarhringinn, allan ársins hring með rafrænu aðgangskerfi frá Securitas.

AÐGENGI

Gott aðgengi er lykilatriði fyrir viðskiptavini fyrirtækis sem leigir út geymslurými. Það er því mikilvægt fyrir þjónustuaðila eins og Geymslu24 að geta boðið upp á notendavæna og skilvirka aðgangsstýringu.

ÖRYGGI

Starfsfólk og viðskiptavinir vilja vera þess fullviss að eigur þeirra í geymslum séu öruggar. Bruna- og innbrotavarnir, auk aðgangsstýringar, eru því mikilvægir þættir í að tryggja örugga geymslu.

HAGKVÆMNI

Hámörkun á hagkvæmni og þægindum er mikils virði fyrir starfsfólk. Það er því dýrmætt fyrir Geymslu24 að geta nýtt sér skilvirkt og öflugt öryggis- og aðgangsstýringarkerfi sem eykur hagræðingu í starfseminni.

,,Brunavarnir og aðgangstýringar frá Securitas veita viðskiptavinum mínum ró og öryggistilfinningu gagnvart því að geyma eigur sínar í geymslu hjá okkur“
-Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Geymslu24

LAUSNIR

ÖRYGGI

Öryggi skiptir fólk höfuðmáli þegar það velur sér geymslu fyrir persónulegar eigur sínar. Með öryggis- og brunakerfi frá Securitas, sem fer fram úr væntingum og kröfum eftirlitsaðila, geta viðskiptavinir Geymslu24 gengið áhyggjulausir að örygginu vísu.

Neyðarútgönguleiðir eru einstaklega vel merktar með ljósaskiltum og skýrum merkingum sem hjálpa fólki að komast út úr byggingunni ef upp kemur eldur eða reykur.

Aðgangsstýringarkerfið veitir viðskiptavinum Geymslu24 gott yfirlit og vitneskju um hverjir hafa aðgang að hvaða svæði og hvenær aðgangur er notaður. Kerfið tryggir þannig öryggi allan sólarhringinn.

Starfsfólk Geymslu24 getur verið visst um að stjórnstöð Securitas er alltaf til staðar ef þörf krefur. Þjónusta Securitas veitir starfsfólki Geymslu24 bæði öryggistilfinningu og tíma til annarra verkefna.

HAGKVÆMNI

Með aðgangsstýringu frá Securitas fæst aukin hagræðing í rekstri Geymslu24 þar sem hægt er að bjóða upp á öruggan aðgang að geymslum allan sólarhringinn án þess að hafa starfsfólk Geymslu24 á staðnum.

Geymsla24 kann að meta aukna þjónustu og aukið öryggi og kýs það fram yfir annað. Framúrskarandi bruna- og öryggiskerfi frá Securitas gerir Geymslu24 eftirsóknarverðan kost þegar kemur að vali á geymsluhúsnæði.

FRELSI

Aðgangsstýringarkerfið gerir viðskiptavinum kleift að nálgast eigur sínar hvenær sem er sólarhringsins. Frelsi viðskiptavina er því algjört, rétt eins og þeir væru í geymslunni heima hjá sér.

Með öryggis- og brunavarnakerfi Securitas er starfsfólk Geymslu24 ekki bundið við að vera á staðnum ef upp koma bruna- eða öryggisvandamál. Starfsfólkið fær tilkynningu í símann sinn ef eitthvað slíkt gerist; ef það sér ekki skilaboðin fær stjórnstöð Securitas jafnframt tilkynningu og öryggisvörður mætir á svæðið.

Rafræn aðgangsstýring veitir þannig starfsfólki frelsi og tíma til annarra verkefna því viðskiptavinir hafa beinan aðgang að sinni geymslu. Viðskiptavinurinn getur ákveðið hversu margir hafa aðgang og á hvaða tíma sá aðgangur á að vera.

,,Slökkviliðið þakkar lofsverða hirðusemi um veigamikla öryggisþætti og hvetur Geymslu24
jafnframt til að halda áfram því sem vel er gert varðandi eldvarnir húsnæðisins sem er án
athugasemda við eldvarnarskoðun.“
-Örn Harðarson, verkefnastjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.


Click here

Merki: Engin merki

Ekki er opið fyrir athugasemdir.