Sjávarútvegur

Aukið öryggi um borð og í landi

Securitas hefur um árabil unnið með íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að bæta öryggi um borð í skipum og í landi.

Sjavarutvegur Vestmanneyjar hofn

Brunaviðvörunarkerfi um borð

Öryggi skipverja er fyrir öllu og með það að leiðarljósi hefur Securitas unnið að vönduðum brunaviðvörunarlausnum í skip. Fyrstu viðbrögð um borð geta skipt sköpum. 

Við fyrstu boð er mikilvægast að tryggja öryggi allra og reynist boðin byggð á raunverulegri hættu þarf að vera réttur slökkvibúnaður um borð til að ráðast í að slökkva eldinn.

Slökkvibúnaður um borð

Við hönnun skipa er tilgreint hvar viðvörunar- og slökkvibúnaður er staðsettur auk þess að nauðsynlegt er að merkja neyðarútganga og setja upp neyðarlýsingu.

Securitas útvegar allan slökkvibúnað og eldvarnarbúnað, setur upp og þjónustar um borð í fiskiskipum.

Eldvarnarbúnaður um borð í fiskiskipum frá Securitas
Slökkvikerfi fyrir vélarúm í landi og um borð í skipum

Slökkvikerfi í vélarúmi

Algengt er að upptök elds eða reyks um borð í skipum megi rekja til vélarýmis.

Hvert augnablik er verulega dýrmætt ef eldur kviknar þar sem erfitt getur reynst að fá aðstoð slökkviliða við að ná niður eldi.

Securitas býður sérhæfð slökkvikerfi til að ráða niðurlögum elds í vélarýmum.

Hafðu samband við sérfræðinga Securitas og fáðu ráðgjöf við val á slökkvikerfi og slökkvimiðli fyrir vélarúm.

Myndavélakerfi

Það er gjarnan mikið um að vera um borð og öryggi sjómanna er mikilvægt. Með öflugum öryggismyndavélum og myndavélakerfum frá Securitas má auka öryggi verulega t.a.m. á dekki.

Myndavélakerfin gagnast einnig við eftirlit með að hlutirnir gangi eins og þeir eigi að ganga.

Oryggismyndavel a sjo

Hitamyndavélar

Með því að tengja hitamyndavélar við myndavélakerfi hvort sem það er um borð í fiskiskipi eða í landi er unnt að fylgjast með álagi á tækjum og greina hvort vélar séu að ofhitna. Með réttum búnaði er hægt að setja upp skilyrði og röð aðgerða sem kerfi framkvæma með sjálfvirkum hætti. 

Algengt er að kerfi slökkvi á ákveðnum búnaði eða sendi boð ef hitamyndavélar skynja hita upp fyrir ákveðin mörk. 

Með þessu móti má lágmarka hættu á alvarlegum bilunum og eldhættu vegna ofhitnunar.

Öryggiskerfi fyrir fiskvinnslu

Starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja fer gjarnan fram  á mörgum stöðum í landi. Staðir þar sem gerðar eru ólíkar kröfur til öryggisbúnaðar og þarfir eru mismunandi.

Securitas hefur um árabil unnið náið með sjávarútvegsfyrirtækjum varðandi hönnun og uppsetningu alhliða öryggiskerfa fyrir starfsemi í landi hvort sem það er fyrir skrifstofur, vinnslu eða geymslur.

Sérfræðingar Securitas eru þér innan handar til að vinna að sérhönnuðum öryggislausnum fyrir þitt sjávarútvegsfyrirtæki.

Sjávarútvegur þorskar í hafi

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir sjávarútveg

Hafþór Theódórsson hjá Securitas Hafþór Theódórsson hjá Securitas lit

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.