Firmavörn - minni

DSC Firmavörn SecuritasDSC PC1832 er mjög fullkomið, áreiðanlegt og einstaklega notendavænt öryggiskerfi frá DSC. Kerfið hentar vel fyrir heimili og minni fyrirtæki.

Kerfið er með 8 innbyggðar víraðar rásir sem hægt er að fjölga í 32 rásir. Kerfið er einnig með 32 þráðlausar rásir sem gerir það einstaklega fjölhæft. Rafhlöðuending þráðlausra skynjara er mjög góð eða 3 ár.

 

Hægt er að skipta innbrotakerfinu upp í 4 sjálfstæð svæði og hafa allt að 8 talnaborð.

Kerfið er með neyðarrafhlöðu sem heldur kerfinu virku við rafmagnsleysi í allt að 24 klst.

 

  • 8-32 rásir
  • 32 þráðlausar rásir
  • 4 svæði
  • Firmavörn Securitas71 notendakóðar
  • 8 talnaborð
  • 2 forritanlegir útgangar