Þú stjórnar öllu í sama appinu hvort sem þú ert með Heimavörn, Sumarhúsavörn eða Fyrirtækjavörn.
Með appinu getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa.
Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er.
Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.