Skyndihjálp

Securitas getur boðið þeim viðskiptavinum sínum námskeið í skyndihjálp sem telja þörf á því að starfsmenn þeirra búi yfir þekkingu í skyndihjálp.
Námskeiðið er aðlagað að þörfum/áherslum hvers fyrirtækis og þar með því umhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í, en hægt er að velja um fjögur mismunandi námskeið.

Byggt er á nýjasta námsefni Rauða kross Íslands og stuðst við kennslubrúður vegna þjálfunar í endurlífgun. Einnig er í boði kennsla í notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja (AED).

  • Skyndihjálp (námskeið frá Rauða krossi Íslands)
  • Skyndihjálp í bráðatilvikum
  • Sérhæfð skyndihjálp
  • Endurlífgun