ÁTVR og Securitas semja um öryggismál

ÁTVR semur við Securitas

Við hjá Securitas erum stolt yfir að því að hafa verið valin af ÁTVR til að sinna þessu viðamikla og krefjandi öryggisverkefni. ÁTVR og Secu­ritas undirrituðu nýlega samn­ing um að Sec­ritas taki yfir ör­ygg­is­mál ÁTVR. 
 

Samningur til næstu 4 ára

Samn­ing­urinn var gerður til næstu fjög­urra ára og nær yfir heildarör­ygg­is­mál ÁTVR, það er vökt­un, gæslu og ör­ygg­is­ráðgjöf, ásamt tækni­legri þjón­ustu. 
 

Ráðgjöf í öryggismálum

„Secu­ritas veit­ir fjöl­breytta ráðgjöf og þjón­ustu í ör­ygg­is­mál­um sem var einn að lyk­ilþátt­um að ÁTVR valdi okk­ur sem sam­starfsaðila“, er haft eft­ir Fann­ari Erni Þor­björns­syni, fram­kvæmda­stjóra sölu- og þjón­ustu­sviðs Secu­ritas á MBL. 
 
Sveinn Vík­ings­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs ÁTVR seg­ist einnig ánægður með gerðan samn­ing í samtali við MBL. „Örygg­is­mál­in eru eðli­lega mik­il­væg­ur hlekk­ur í dag­leg­um rekstri okk­ar. Það er því nauðsyn­legt að allt sé eins og best verður á kosið í þeim efn­um og við trú­um því að með samn­ingn­um höf­um við tekið far­sælt skref í ör­ygg­is­mál­un­um.“
Merki: Engin merki

Ekki er opið fyrir athugasemdir.