Hraðvirkt og nákvæmt

Hraðvirkt og nákvæmt stjórnkerfi á netinu

Hugbúnaður Avigilon myndeftirlitskerfisins getur einnig verið settur upp á vafra til að auka möguleika í uppsetningu kerfisins. Þannig er einnig hægt að velja ákjósanlegar myndavélar og linsur í þeim tilgangi að nýta bandvídd og geymslupláss.

Fjöldi stillingarmöguleika
Avigilon hugbúnaðurinn sér til þess að allar myndavélar kerfisins, óháð upplausn, eru stilltar þannig að myndgæðin séu hámörkuð, óháð birtuskilyrðum. Hægt er að setja kerfið upp þannig að hreyfiskynjun hverrar myndavélar hefur aðeins upptöku við hreyfingu eða þegar viðvörunarkerfi fara í gang. 

 

Skalanleg aðlögun að núverandi kerfum
Sveigjanlegt og opið kerfi, Avigilon myndeftirlitskerfið er þróað í .NET og býr yfir XML-forritunarviðmóti sem auðvelt er að samlaga öðrum kerfum, svo sem aðgangsstýrikerfum og hússtjórnarkerfum.

Tenging eftirlitsmyndavéla við kassakerfi

Tengja má eftirlitsmyndavélar við kassakerfi verslana. Hægt er að tímasetja hverja sölu í eftirlitsupptökunum og má þannig á einfaldan hátt sjá hvernig afgreiðslan fór fram á búðarkassanum um leið og upplýsingar frá kassakerfi eru skoðaðar. Þannig má koma í veg fyrir rýrnun og þjófnað. Allar sölur eru skráðar til að auðvelda uppflettingu og eftirlit.