Aðgangsstýringar og heildarlausnir sem geta vaxið með fyrirtækinu
Hjá Securitas getur þú fengið aðstoð reyndra sérfræðinga við að byggja upp heildarlausn á öryggismálum fyrirtækisins. Það felst bæði aukið öryggi og hagræðing í því að vera með samtvinnaðar lausnir frá einum aðila. Það er eitt af markmiðum Securitas að vera í fremstu röð þegar kemur að því að veita heildarráðgjöf og umsjón með öryggismálum í hæsta öryggis- og gæðaflokki.
Sérfræðingar okkar sækja reglulega mjög krefjandi námskeið um nýjar ógnir og hvernig er hægt að verjast þeim með því nýjasta og öflugasta sem býðst í öryggislausnum. Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggismálum fyrirtækisins.