Yfirseta

Öryggisþjónusta á sjúkrastofnunum með vöktun allan sólarhringinn

Aðstæður og ástæður þess að sjúklingar á sjúkrastofnunum þurfa vöktun og yfirsetu allan sólarhringinn eða hluta úr degi þegar færri eru á vakt frá sjúkrastofnun er öryggisþjónusta sem Securitas veitir.

Yfirseta öryggisþjónusta frá Securitas öryggi starfsfólks og sjúklings. Læknir og hjúkrunarkonur á gangi.

Öryggi sjúklings og starfsfólks

Öryggisverðir í yfirsetum sinna yfirsetum yfir sjúklingum sem eru inniliggjandi á Landspítala Íslands eða öðrum sjúkrastofnunum eftir samkomulagi.

Hver öryggisvörður situr yfir einum sjúklingi í hvert sinn og sér til þess að skilgreindum áhersluatriðum er framfylgt.

Þessi atriði geta verið af ýmsum toga.

Litið er á yfirsetur sem stuðning við starfsfólk deildar viðkomandi sjúkrastofnunar sem pantar þjónustuna. Þó snýr aðstoðin þó eingöngu að einum sjúklingi sem setið er yfir.

Ábyrgð öryggisvarða við yfirsetu

Ábyrgð öryggisvarðar er að sinna yfirsetu eftir skilgreindum verkferlum og tryggja öryggi sjúklings og starfsmanna á þeim stað sem vaktin er unnin.

Öryggisvörður gegnir eftirlitshlutverki, með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir að sjúklingur skaði sjálfan sig og aðra.

Við leggjum áherslu á að öryggisverðir séu mannlegur og koma fram við sjúklinga af virðingu.

 

Yfirseta mannlegir öryggisverðir sem sitja yfir sjúklingum
Yfirseta næring í æð

Atriði sem gætt er sérstaklega að við yfirsetu

Algeng atriði sem haft er sérstakt auga með er að passa súrefni, að sjúklingur rífi ekki úr sér æðarleggi eða aðrar snúrur/slöngur sem hjúkrunarfræðingur biður eftirlitsaðila að fylgjast með.

Öryggisverðir gæta þess að sjúklingur yfirgefi ekki spítalann og láti starfsfólk viðkomandi deildar vita ef sjúklingur sýnir vilja eða ætlar sér að yfirgefa spítalann.

Það er ekki hlutverk öryggisvarðar að sinna aðhlynningu aðeins eftirliti. Öryggisvörður hringir bjöllu eða gerir viðvart með öðrum hætti ef sjúklingur þarfnast aðhlynningar.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.