siðareglur
Heilbrigt umhverfi og heiðarleg samskipti

Siðareglur Securitas og dótturfélaga

Umfang 

Siðareglurnar gilda um starfsfólk Securitas og dótturfélaga og ná til allrar starfseminnar. Markmið reglnanna er að starfsfólk Securitas tileinki sér hegðun um góða og ábyrgða starfshætti. Securitas vill skapa heilbrigt umhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af heiðarleika, árvekni og hjálpsemi. Siðareglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki um hvernig samskipti við viðskiptavini og samstarfsfélaga eigi að vera háttað og er ætlað að vernda orðspor fyrirtækisins, ímynd þess og trúverðugleika.  

Ábyrgð 

Stjórnendur Securitas og dótturfélaga bera ábyrgð á að kynna siðareglurnar fyrir starfsfólki sínu. Starfsfólk fyrirtækisins ber ábyrgð á því að framfylgja siðareglunum í sínum daglegu störfum. 

Samskipti og hegðun 

Við virðum mannréttindi viðskiptavina okkar og samstarfsfólks. Við tölum heiðarlega við hvert annað en gætum þess að samskiptin séu málefnaleg. Við sýnum virðingu í öllum okkar samskiptum. 

Við eigum öll rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu og að okkur líði vel í vinnunni. Við komum í veg fyrir að innan Securitas viðgangist einelti, áreitni eða mismunun með því að taka hvorki þátt í né líta undan, heldur taka afstöðu, bregðast við og bjóða fram aðstoð.  

Við virðum sett lög, reglur og alþjóðlega samninga sem varða mannréttindi og tökum afstöðu gegn nauðungarvinnu, mansali og barnaþrælkun.  

Umgengi  

Við berum virðingu fyrir öllum eignum fyrirtækisins, viðskiptavina okkar og göngum um þær í samræmi við verklagsreglur þar um. Óheimilt er að nota hug- eða vélbúnað Securitas til þess að skoða og/eða sækja óviðeigandi og/eða ólöglegt efni á netinu.  

Trúnaður og þagnarskylda  

Við gætum fyllsta trúnaðar um allt sem við sjáum og upplifum í okkar starfi og gildir það áfram eftir starfslok. 

Spilling, mútur og refsivert athæfi 

Sjá nánar stefnu gegn mútum og spillingu.  

Peningaþvætti 

Við hvorki stundum né samþykkjum peningaþvætti með neinum hætti og eru ársreikningar Securitas eru gerðir í samræmi við lög um ársreikninga og endurskoðaðir af viðurkenndum óháðum aðila.  

Viðurlög 

Við gerum okkur ljóst að ef starfsfólk gerist brotlegt við reglur þessar, getur slík háttsemi leitt til áminningar í starfi eða uppsagnar.  

 

Hér má nálgast Siðareglur Securitas og dótturfélaga_