Slökkvikerfi

Slökkvitækjaþjónusta SecuritasTil að eldur geti logað þá þarf þrennt að vera til staðar, hiti, súrefni og eldsmatur. Þessu er lýst með svokölluðum brunaþríhyrningi eins og sýnt er hér til hliðar.

Securitas býður þrjár megingerðir af slökkvikerfum. Þessar þrjár gerðir slökkva eld með ólíkum hætti. Hver þeirra fjarlægir eitt horn af þessum þríhyrningi. Novec 1230 fjarlægir hita, Inergen minnkar súrefnið í rýminu úr 21% niður í 12,5% sem er skaðlaust fyrir menn en eldur slokknar. Stat-X sem er Aerosol efni rýfur efnaferlið sem verður við bruna og fjarlægir þannig eldsmat.Slökkvitæki Securitas

 

Þessi kerfi eiga það sameiginlegt að vera öflugir slökkvimiðlar og þau eru skaðlaus mönnum og umhverfi. Ekki þarf að framkvæma neinar sérstakar ráðstafanir eftir afhleypingu Inergen og Novec 1230 aðrar en að endurhlaða og virkja kerfið. Þegar hleypt er af Aerosol kerfum myndast ryk sem byrgir sýn fyrst á eftir afhleypingu. Þetta ryk þarf að þrífa.

Securitas býður þér einnig hraðvirkar og öruggar eldvarnir, sem standast ströngustu kröfur. Slökkvikerfin byggjast á notkun efnanna NOVEC 1230 og INERGEN sem og Stat-X AEROSOL slökkvimiðli. Einnig höfum við GLORIA og FLN slökkvitæki.

 

 novec inergen