Sérhæfð öryggisgæsla

SÉRHÆFÐ VERKEFNI KALLA Á SÉRHÆFÐAR LAUSNIR

Þarfir viðskiptavina geta verið afar mismunandi. Í sumum tilvikum þarf að bregðast við tímabundnu ástandi með sérhæfðum lausnum. Securitas sérhæfir sig í að skilgreina viðfangsefnið og leggja upp með lausnir sem geta verið blanda af mannaðri gæslu og tæknilausnum. Lausnir Securitas taka ávallt mið af þörfum, áherslum og öryggishagsmunum viðskiptavinarins hverju sinni.

 

Algengt er að viðskiptavinir Securitas óski eftir tímabundinni aðstoð við öryggisgæslu. Securitas getur tekið slík verkefni að sér með stuttum fyrirvara. Má því tengt nefna þjónustu sem miðar að því að yfirfara húsnæði með hliðsjón af rafrænum upptöku- eða hlerunarbúnaði. Þarfir viðskiptavinar eru jafnan skilgreindar og í framhaldinu er gerður þjónustusamningur um verkefnið. Sérverkefni af þessu tagi geta bæði verið hagkvæm og sveigjanleg lausn fyrir mismunandi þarfir þjónustukaupa.

Sem dæmi um sérverkefni má nefna öryggisgæslu til skemmri tíma, dyravörslu og almenna öryggisgæslu á tónleikum, íþróttakappleikjum og stærri viðburðum af ýmsu tagi. Sérlausnir sem byggja á mönnuðu eftirliti og úrræðum af þessu tagi eru einkar hentugar þar sem erfitt getur reynst að koma við tæknilausnum.

SAMHÆFING AÐGERÐA

Þegar gera þarf auknar öryggisráðstafanir vegna sérstakra viðburða eða aðstæðna þá býður Securitas alhliða vernd, frá hinu smæsta til hins stærsta. Securitas tekur að sér að stýra aðgangi að svæðum og hafa með þeim eftirlit, sjá um akstur milli staða og að skipuleggja flóttaleiðir og fylgja þeim gestum sem þurfa aukna vernd.

STJÓRN Á AÐSTÆÐUM

Hvert verkefni er undirbúið og skipulagt með hliðsjón af þeim tímaramma og þeim kröfum viðskiptavina sem fram koma í hverju tilviki. Mikilvægt er að skipulagið miði að því að skapa það öryggi sem sóst er eftir og að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Securitas gerir nauðsynlegar ráðstafanir eftir atvikum, útvegar búnað og starfsfólk með hliðsjón af eðli verkefnisins sem þjálfað er til mismunandi verkefna, m.a. í viðburðastjórnun sem felur í sér að hafa stjórn á mannfjölda og vera eftir atvikum með virka stýringu á aðstæðum meðan á viðburðinum stendur.

ALHLIÐA ÖRYGGI

Í krafti hins öfluga starfsliðs Securitas getur fyrirtækið boðið þjónustu sem hæfir þörfum hvers og eins þegar á reynir. Þjónusta Securitas hvað einstaklings miðaða vernd varðar, felur m.a. í sér eftirtalda þjónustuþætti:

 • Aðgangsstýring við svæði þar sem aðgangsstýringar er krafist
 • Almenn lífvörsluverkefni
 • VIP-þjónusta
 • Viðburðastjórnun
 • Mannfjöldastjórnun
 • Dyravarsla
 • Verðmætaflutningar
 • Fyrirbyggjandi eftirlit og frágangur
 • Ráðgjöf
 • Aðstoð við að móta öryggisstefnu
 • Áhættugreining
 • Tilfallandi sérhæfð verkefni
 • LIFANDI ÖRYGGI MEÐ MANNAÐRI GÆSLU

Þrautþjálfað starfsfólk Securitas er til þjónustu reiðubúið öllum stundum. Öryggisverðir Securitas vinna af metnaði að því að stuðla að öruggara umhverfi hvar sem þeir eru að störfum. Allt frá stofnun hefur Securitas lagt áherslu á að vanda til verka við mannaráðningar, meðal annars með ítarlegri bakgrunnsskoðun og markvissri þjálfun starfsmanna. Þeir umsækjendur sem hafa staðist skoðun og eru ráðnir til starfa fá markvissa þjálfun í Securitas skólanum áður en þeir hefja störf við gæslu hjá viðskiptavinum Securitas. Starfsmenn taka þátt í markvissum æfingum þar sem viðbrögð af ýmsu tagi eru æfð endurtekið, auk þess sem þeir fá framhaldsþjálfun við hæfi.

FYRIRHYGGJA ER HAGKVÆM

Fyrirbyggjandi aðgerðir í öryggismálum verða seint metnar til fjár. Það er auðvelt að reikna út tjón þegar skaðinn er skeður en verkefni Securitas er að takmarka eða koma í veg fyrir skaða og tjón eins og hægt er, ekki síst á því sem fæst aldrei bætt.

Það er mat yfirgnæfandi fjölda viðskiptavina að öryggisverðir Securitas standi undir því trausti sem þeim er sýnt þar sem þeir leggja jafnan áherslu á að standa vörð um öryggi viðskiptavina með þekkingu sína og þjálfun að vopni.

TRAUST SKAPAR TRAUST

Gildi Securitas eru: árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi. Rúmlega þriggja áratuga reynsla staðfestir að störf öryggisvarða uppfylla þau fyrirheit fullkomlega. Það geta fjölmargir viðskiptavinir okkar borðið vitni um. Niðurstaðan er að hjá Securitas ertu í öruggum höndum.

Fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf hafðu samband við okkur síma 580 7000 eða sendu póst á