Myndeftirlitskerfi

Myndeftirlitskerfi er upptökubúnaður sem tengist mismunandi fjölda myndavéla. Vélunum er komið fyrir víðsvegar um svæðið sem hafa á undir eftirliti. Auga myndavélarinnar er nákvæmt og skilvirkt og tekur upp myndskeið af öllu sem hreyfist. Eftirlitskerfið safnar stafrænum upptökum af hverjum atburði og vistar á upptökubúnaðinn.  

 

ÖRUGGARA UMHVERFI

Myndeftirlitskerfi Securitas gerir það kleift að hafa eftirlit með húsakynnum, starfsemi og svæðum í kringum fyrirtæki á einfaldan og þægilegan hátt. Eftirlitskerfi af þessu tagi veitir góða yfirsýn sem skapar öryggi fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Hægt er að bregðast skjótar við óvæntum atburðum og eftirá er auðvelt að sækja myndskeið, fara yfir atvik og skoða þau.

EINFALT Í NOTKUN

Kerfið er einfalt í notkun. Notendur geta fljótt og örugglega flett upp í myndskeiðum frá mismunandi atburðum á þægilegan hátt. Hægt að setja upp marga notendur að sama eftirlitskerfi en með mismunandi aðgangsheimildum má takmarka aðganginn við ákveðnar upptökur eða atburði.

TENGING UM NETIÐ

Eftirlitskerfi með myndavélum gerir stjórnendum kleift að fylgjast með starfsemi fyrirtækisins án þess að vera stöðugt á staðnum. Hægt er að tengjast kerfinu og hafa eftirlit með vinnustaðnum gegnum netið. Fjarskoðun og fjartenging býður upp á að skoða upptökur í rauntíma, skoða tilteknar upptökur og framkvæma helstu aðgerðir gegnum hefðbundna nettengingu.