IP myndavélar

IP myndavélar
Mikið úrval af IP myndavélum er í boði í dag, allt frá föstum myndavélum og hálfkúlumyndavélum, yfir í hreyfanlegar myndavélar, bæði til notkunar innan- og utandyra. Hægt er að fá myndavélar fyrir nánast allar aðstæður, þráðlausar, skemmdaverkavarðar og jafnvel sprengjuheldar. Myndavélarnar eru fáanlegar með mismunandi upplausn allt frá VGA upplausn og yfir í háupplausnavélar, svokallaðar „Mega pixel“ vélar.

 

IP myndavélar hafa tekið stökkbreytingum á undanförnum árum bæði hvað varðar upplausn þeirra og tæknilega getu. Einn af kostum IP myndavéla er að gagnasendingin er ekki lengur í eina átt eins og í analog myndavélum, heldur í báðar áttir sem býður upp á þann möguleika að hægt er að senda og taka á móti upplýsingum. Þessi möguleiki gerir notkunarmöguleika IP myndavéla mun meiri, þar sem hægt er að stjórna inn- og útgöngum frá vélum, senda og taka á móti hljóði og fleira. Þróun í þjöppunarstöðlum sem nýtist í gagnaflutningi frá vélunum hefur einnig gert IP myndeftirlit mun auðveldara.

IP myndavélar bjóða upp á mismunandi þjöppunarstaðla t.d. H.264, MPEG-4 og Motion JPEG. Flest allar IP myndavélar bjóða í dag upp á straumfæðingu véla með POE (Power over Ethernet) sem opnar þann möguleika að myndavélarnar eru spennufæddar yfir sama kapal og notaður er fyrir gagnasamskiptin.

Securitas býður hágæða IP myndavélar frá eftirtöldum aðilum:

Myndavelaframleidendur