Avigilon

Avigilon myndeftirlitskerfi með HDSM (High Definition Stream Management) er margverðlaunuð lausn fyrir upptöku eftirlitsmyndavéla með hárri upplausn sem skilar fullri upplausn mynda, allt niður í minnstu smáatriði. Af þessu leiðir styttri viðbragðstími, hraðari skoðun á myndefni og þar með betri heildarvernd.

Avigilon Myndeftirlitskerfið er öflugt myndavélaumsjónarkerfi sem hentar einstaklega vel til að stjórna eftirlitsmyndavélum og geyma háskerpu myndskeið með fyrsta flokks áreiðanleika en hámarkar jafnframt nýtingu bandvíddar og geymslupláss.

Myndeftirlitskerfið getur tekið upp bæði hljóð og mynd frá úrvali af háskerpu eftirlitsmyndavélum, allt frá einum megapixli til 29 megapixla. Auk þess, ræður kerfið við hljóð- og myndupptöku frá hefðbundnum og PTZ hliðrænum (e. analog) myndavélum frá flestum framleiðendum myndavéla og allar algengustu tegundir þjöppunar á hljóð- og myndefni. Avigilon Myndeftirlitskerfi er því frábær lausn sem nýtir myndavélarnar sem eru nú þegar í notkun og gerir yfirfærslu yfir í stafrænt kerfi (IP-Kerfi) því bæði auðvelda og hagkvæma.

Hugbúnaðurinn er sérsniðinn að þörfum fagfólks í öryggismálum og hefur öflugt en þægilegt notendaviðmót sem gefur rekstraraðila tækifæri til að meta og bregðast við atburðum með lágmarks þjálfun. 

Einfalt og ítarlegt
Grafískt kortaumhverfi
Hraðvirkt og nákvæmt
Varðveisla gagna

Einfalt og ítarlegt

Einföld uppsetning 
Uppsetning netþjóna er mjög einföld með hugbúnaði Avigilon Myndeftirlitskerfisins, „plug-and-play“ - einfaldara getur það ekki verið. Myndavélar eftirlitskerfisins tengja sig sjálfkrafa við netþjónana án frekari uppsetningar þannig að auðvelt er að setja upp nýtt kerfi hratt og örugglega.

 

Ítarleg stjórnun, eftirlit og skýrslugerð
Hægt er að skoða ítarlega upptökur frá kerfinu og útbúa skýrslur um einstaka atburði. Stjórnunaraðgangur getur verið lagskiptur fyrir notendur með mismunandi aðgangsheimildum. Þannig er hægt að takmarka aðgang notenda að rauntímamyndum sem og upptökum. Stýra má sjálfvirkri skýrslugjöf frá kerfinu á þann hátt að þegar boð koma frá viðvörunarkerfinu má t.d. stilla kerfið þannig að það sendi tölvupóst til viðbragðsaðila.

Grafískt kortaumhverfi

Notendaviðmót Avigilon inniheldur öflugan möguleika á að nota teikningar af vaktsvæðum til að auðvelda notendum yfirsýn yfir stór svæði. Teikningarnar geta verið lagskiptar, t.d. ef um er að ræða húsnæði á mörgum hæðum eða vaktsvæði eru mjög stór. 

Hraðvirkt og nákvæmt

Hraðvirkt og nákvæmt stjórnkerfi á netinu

Hugbúnaður Avigilon myndeftirlitskerfisins getur einnig verið settur upp á vafra til að auka möguleika í uppsetningu kerfisins. Þannig er einnig hægt að velja ákjósanlegar myndavélar og linsur í þeim tilgangi að nýta bandvídd og geymslupláss.

Fjöldi stillingarmöguleika
Avigilon hugbúnaðurinn sér til þess að allar myndavélar kerfisins, óháð upplausn, eru stilltar þannig að myndgæðin séu hámörkuð, óháð birtuskilyrðum. Hægt er að setja kerfið upp þannig að hreyfiskynjun hverrar myndavélar hefur aðeins upptöku við hreyfingu eða þegar viðvörunarkerfi fara í gang. 

 

Skalanleg aðlögun að núverandi kerfum
Sveigjanlegt og opið kerfi, Avigilon myndeftirlitskerfið er þróað í .NET og býr yfir XML-forritunarviðmóti sem auðvelt er að samlaga öðrum kerfum, svo sem aðgangsstýrikerfum og hússtjórnarkerfum.

Tenging eftirlitsmyndavéla við kassakerfi

Tengja má eftirlitsmyndavélar við kassakerfi verslana. Hægt er að tímasetja hverja sölu í eftirlitsupptökunum og má þannig á einfaldan hátt sjá hvernig afgreiðslan fór fram á búðarkassanum um leið og upplýsingar frá kassakerfi eru skoðaðar. Þannig má koma í veg fyrir rýrnun og þjófnað. Allar sölur eru skráðar til að auðvelda uppflettingu og eftirlit.

Varðveisla gagna

Samtímaupptaka á mörgum Avigilon NVR-upptökuþjónum í einu leyfir fullkomna speglun af allri háskerpu myndbandsupptöku. Hugbúnaðurinn tryggir samfellda upptöku þrátt fyrir að einn upptökuþjónn verði óvirkur á meðan upptaka er í gangi. Innbyggð afritun passar að ávallt er hægt að nálgast gögnin og tryggir að flutningur frá NVR-upptökuþjóni á sér alltaf stað á tilsettum tíma.