Aðgangskort

Aðgangskort SecuritasAðgangsstýrikerfi SecuritasAÐGANGSKORT
Securitas býður aðgangskort frá HID Global sem er leiðandi framleiðandi aðgangskorta og aðgangslesara í heiminum í dag.

Aðgangskort hafa þróast mikið á undanförnum árum og með tilkomu Smart korta eins og HID iCLASS hefur notagildi og öryggi aðgangskorta aukist til muna. Hægt er að auka notkunarmöguleika aðgangskorta til dæmis við prentlausnir, tímaskráningar og fyrir greiðslu í mötuneyti.

Securitas tekur að sér að prenta á aðgangs- og auðkenniskort fyrir viðskiptamenn og er prentað á nokkrar gerðir korta eins og plastkort, nálgunarkort og strikamerkjakort. Algengast er að látið sé prenta í lit á framhlið korts en svarthvítu á bakhlið en einnig er hægt að prenta í lit á báðar hliðar. Securitas getur tekið að sér að hanna útlit korta fyrir viðskiptamann ef hann óskar þess.

FYLGIHLUTIR
Securitas hefur fjölbreytt úrval af fylgihlutum fyrir aðgangskort, svo sem kortahöldur, jójó og hálsbönd.