Dyrasímalausnir

 

Fjölbreyttar og sveigjanlegar lausnir Hikvision auðvelda aðgangsstýringu og auka öryggi í fjölbýlishúsum.

Kerfið hentar vel til útskiptingar eldri dyrasímakerfa því ekki þarf að skipta um lagnir og einfalt er að bæta eiginleikum við kerfið eftir þörfum.

 

 

  • Framúrskarandi mynd- og hljóðgæði

Myndavél og hljóðnemi skila frábærum gæðum. 180° gleiðlinsa gefur góða yfirsýn og hljómgæðin eru mikil, jafnvel þótt umhverfishávaði sé umtalsverður.

  • Falleg hönnun

Innistöðin er með snertiskjá í spjaldtölvustíl með stílhreinu útliti sem hlotið hefur RedDot verðlaunin fyrir hönnun.

  • Svaraðu í appinu, heima eða að heiman

Hægt er að taka á móti hringingu í snjalltækjaappi eða hugbúnaði á tölvu hvar sem er.

  • Aðgangsstýring með korti eða kóða

Hægt er að stýra aðgangi með kortum og kippum eða sérstökum kóða fyrir hverja íbúð.

 

dyrasimalausnir