Heimavörn

HEIMILIÐ Í ÖRUGGUM HÖNDUM Heimavörn Securitas

Securitas hefur ætíð verið í fararbroddi þegar kemur að öryggisvörnum heimilisins.
Heimavörn Securitas vaktar heimilið allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Heimavörnin er beintengd stjórnstöð Securitas þar sem við erum ávallt í viðbragðsstöðu. Þannig getur þú verið viss um að réttir aðilar koma samstundis á staðinn hvort sem eitthvað kemur upp á hjá þér og fjölskyldu þinni eða hreyfiskynjari nemur umgang um húsið meðan heimilisfólkið er fjarri. Veldu öryggi í stað áhættu.
 
Heimavörn Securitas gerir viðvart:
 • Ef óæskilegur umgangur er um heimilið
 • Ef reyk leggur um vistarverur
 • Ef kemur upp vatns- eða gasleki
 • Ef rafstraumur fer af húsinu

Hafðu samband í síma 580 7000 eða smelltu á hnappinn „Panta símtal hér til hægri og haft verður samband við þig fljótlega.

Þú og fjölskylda þín njótið lífsins betur með Securitas

Að verja heimilið fyrir vá snýst ekki aðeins um að draga eins og kostur er úr efnislegu tjóni. Það snýst um það sem mestu máli skiptir, að þú og fjölskylda þín finnið til aukins öryggis á eigin heimili.
heimavörn

VAKT

Stöðug vakt er í stjórnstöð Securitas og starfsfólk bregst samstundis við ef eitthvað bjátar á. Ef boð berast frá skynjara er hringt jafnharðan í síma á heimilinu. Það gildir einu hvort það er hreyfiskynjari, vatns- eða reykskynjari sem gerir aðvart, ef símhringingu er ekki svarað aka starfsmenn Securitas óðara á staðinn og grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Þeir eru með lykil að húsinu sem stjórnstöð fékk til varðveislu um leið og Heimavörn var sett upp á heimilinu.
innbrot

INNBROTAVÖRN

Hreyfiskynjarar og skynjarar á hurðum og gluggum nema strax ef óæskilegur umgangur er um heimilið og sírena gerir viðvart. Reynslan sýnir að hreyfiskynjari getur verið öflug forvörn og innbrotsþjófar forða sér hið snarasta af vettvangi.
 • 1x hreyfiskynjari og 1 x hurðarnemi er staðalbúnaður í Heimavörn
Heimilið er í öruggum höndum Securitas og þú getur verið áhyggjulaus hvort sem þú ert heima eða að heiman.
eldur

BRUNAVÖRN

Reykskynjarar eru stöðugt tengdir stjórnstöð Securitas þar við erum alltaf á vakt. Þannig er hægt að bregðast við brunaviðvörun, hvort sem einhver er heima eða ekki. Eldsvoðar eru lífshættulegir og valda iðulega miklu tjóni á verðmætum. Með Brunavörn Securitas margfaldar þú einfaldlega öryggi þitt og þinna.
 • 1 reykskynjari er staðalbúnaður í Heimavörn.
vatn

VATNSLEKAVÖRN

Vatnsleki getur valdið gríðarlegu fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni. Það skiptir því sköpum að fá nærri samstundis boð um það ef vatnslagnir heimilisins leka.
 • 1 vatnskynjari er staðalbúnaður í Heimavörn.
gas

GASLEKAVÖRN

Það verður æ algengara að gas sé notað til eldunar á íslenskum heimilum. En þótt ströngustu reglum um búnað og staðsetningu gaskúta sé fylgt þá er aldrei hægt að treysta á að gas leki ekki út. Í lokuðu rými getur þannig skapast gríðarleg hætta á sprengingu og eldsvoða.
 • Gasskynjari er aukabúnaður í Heimavörn.
spenna

SPENNUVAKT

Stundum hendir að raftæki á heimilinu slær út og allur rafstraumur fer af húsinu. Ef enginn er heima, t.d. í nokkra daga, getur slíkt straumrof valdið verulegu tjóni. Þar sem heimili er tengt við öryggiskerfi verður þess vart í stjórnstöð Securitas ef rafmagn fer af vöktuðu heimili.
lykill

LYKLAAFHENDING

Þegar Heimavörn er sett upp fær stjórnstöð Securitas lykil að húsinu til varðveislu. Í neyðartilvikum, t.d. ef enginn er heima eða húsráðandi hefur týnt lykli, geta starfsmenn Securitas komið á staðinn og opnað.

ENGINN STOFNKOSTNAÐUR AF STAÐALBÚNAÐI

Þú greiðir engan stofnkostnað af staðalbúnaði þegar þú færð þér Heimavörn Securitas. Við komum með kerfið á staðinn og setjum það upp, hratt og örugglega. Þú greiðir mánaðarlegt þjónustugjald sem felur í sér fjarvöktun kerfisins, útköll öryggisvarða hvenær sólarhringsins sem er, alla daga ársins, allt viðhald og þjónustu á öryggiskerfinu fyrir utan rafhlöður í skynjurum sem notandi greiðir fyrir.
 
Staðalbúnaður í Heimavörn:
 • 1 x hreyfiskynjari
 • 1 x reykskynjari
 • 1 x hurðarnemi
 • 1 x vatnsskynjari
 • Stjórnborð
 • Sírena
 • Stjórnstöð
 • Uppsetning
Hægt er að bæta við eftirfarandi aukabúnaði til viðbótar við Heimavörnina:
 • Gasskynjara
 • Fjarstýringu

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000

og við aðstoðum þig við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínu heimili.