Öryggishnappur
Dýrmætt öryggi
Amma þín og afi eru mikilvægar persónur. Hvort sem þú ert afastelpa eða ömmustrákur þá viltu eiga þau að sem lengst. Öryggishnappur frá Securitas gæti tryggt þér og dýrmætasta fólkinu í lífi þínu margar ómetanlegar samverustundir.
Öryggi öllum stundum
Flestir kjósa að fá að dvelja heima hjá sér eins lengi og hægt er þegar aldurinn færist yfir. Hið sama gildir um þá sem glíma við veikindi eða afleiðingar slysa.
Með öryggishnapp Securitas um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt innan veggja heimilisins. Ef eitthvað kemur upp á er einfalt og fljótlegt að gera aðvart. Með neyðarhnapp við höndina býrðu við meira öryggi og aðstandendum þínum líður betur að vita af þér í öruggum höndum.
Öryggi í áskrift
Notendur eða aðstandendur greiða aðeins lágt mánaðargjald fyrir öryggishnapp Securitas, þann búnað og alla þá þjónustu sem honum fylgir.
Ef læknir metur það svo að einstaklingur hafi þörf fyrir neyðarhnapp þá er hægt að sækja um styrk frá Sjúkratryggingum Íslands til kaupa á þjónustunni.
Vertu viss um að þínir nánustu séu með öryggið í eigin höndum öllum stundum. Ekki vera með óþarfa áhyggjur. Tryggðu öryggi þinna nánustu með öryggishnappinum.
Amma og afi geta bæði verið með hnapp
Einn af fjölmörgum kostum stjórnkerfis fyrir öryggishnappa á heimilum er að fleiri en einn geta verið með öryggishnapp á hverju heimili. Kerfið býður upp á allt að þrjá hnappa á hverjum stað. Auk þess er möglegt að tengja hurðarnema, neyðartog og reykskynjara við kerfið.
Öryggið er alltaf fyrir hendi
Aðstoð innan handar
Óvæntir atburðir og óhöpp gera ekki boð á undan sér. Fyrstu viðbrögð skipta þá öllu máli. Eldra fólk hefur legið hjálparlaust tímum saman áður en að hjálp berst.
Ekki taka áhættu með fólkið sem er þær kærast. Hafðu samband og saman tryggjum við öryggi þeirra sem eru þér kærust.
Einfallt og öruggt
1
Ýta á hnappinn
Ýttu á hnappinn og boð berast til stjórnstöðvar Securitas sem hefur allar nauðsynlegar upplýsingar um þig.
2
Talsamband
Um leið kemst á beint talsamband milli þín og stjórnstöðvar.
3
Viðbragð
EMR sérþjálfaðir öryggisverðir með lykil að húsnæðinu koma á vettvang ef þörf krefur.
4
Úrlausn
Sjúkrabíll og/eða læknir er sendur á vettvang ef þarf og við látum aðstandendur vita.
Sjálfvirkt talsamband við stjórnstöð
Fallhnappur fyrir aukið öryggi
Þau sem kjósa aukið öryggi geta valið fallhnapp sem greinir fall þess sem ber hann auk þess að virka eins og hefðbundinn öryggishnappur.
Mögulegt er að ýta á hnappinn til að senda öryggisboð eða ef um fall er að ræða og viðkomandi liggur hreyfingarlaus í meira en 60 sekúndur sendir hnappurinn sjálfur boð beint á stjórnstöð Securitas sem bregst umsvifalaust við.
Fallhnapp má bæði bera um hálsinn eða í armbandsól.
Hvaða möguleikar eru í boði
Stjórnbúnaður fyrir öryggis- og fallhnappa
Stjórnbúnaður fyrir öryggishnappa er sítengt stjórnstöð Securitas allan sólahringinn alla daga ársins.
Við stjórnbúnað er auk öryggis- eða fallhnapps hægt að bæta:
- Reykskynjara
- Hurðanema
- Neyðartog
Snöggt viðbragð
Um leið og boð berast stjórnstöð Securitas frá neyðarhnappi fer sérþjálfað viðbragðsafl strax af stað.
Öryggishnappar
Til að bera í armbandsól eða í hálsbandi innandyra. Léttur og einfaldur í notkun. Vatnsheldur og má því hafa hann á sér þegar farið er í sturtu eða bað.
Fallhnappar
Þessir hnappar eru í senn öryggishnappar og fallskynjarar. Við fall greinir hnappurinn ef fólk liggur hreyfingarlaust í meira en 60 sekúndur og fer þá að titra og opnar talsamband við stjórnstöð á sama tíma eru öryggisverðir umsvifalaust sendir á vettvang.
Reykskynjari
Reykskynjarar sem unnt er að tengja inn á stjórnkerfi fyrir öryggishnappa og sendir boð beint til stjórnstöðvar Securitas ef sem gerir strax viðeigandi ráðstafanir.
Neyðartog
Veggfestur öryggisbúnaður sérstaklega hannaður til þess að hafa á baðherbergjum. Virkar eins og öryggishnappur og sendir boð beint til stjórnstöðvar Securitas.
Hurðarnemar
Sendir boð til stjórnstöðvar Securitas ef hurð er opnuð og hægt er að stilla vöktunartímann.
Svona sækir þú um hnappinn
hjá Sjúkratryggingum Íslands
.
1
Sækja um
Heimilislæknir þinn eða sérfræðingur fyllir út og sendir umsókn um öryggishnapp til SÍ.
2
Umsókn svarað
Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir þér svar um afgreiðslu umsóknarinnar.
3
Senda beiðni
Þú óskar eftir öryggishnappi frá Securitas og Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir Securitas beiðni.
4
Uppsetning
Tæknimaður Securitas mætir heim til þín, setur hnappinn upp, gengur frá öllu, kennir þér á tækið, útskýrir ferlið sem fer í gang þegar ýtt er á hnappinn, sér um skráningu allra nauðsynlegra upplýsinga og fær afhenta lykla að húsnæði þínu.
5
Öryggi 24/7
Að lokinni uppsetningu er öryggi þitt tryggt með 24 tíma öryggisþjónustu frá Securitas.
Svona sækir þú um hnappinn
hjá Sjúkratryggingum Íslands
.
1 - Sækja um
Heimilislæknir þinn eða sérfræðingur fyllir út og sendir umsókn um öryggishnapp til SÍ.
2 - Umsókn svarað
Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir þér svar um afgreiðslu umsóknarinnar.
3 - Senda beiðni
Þú óskar eftir öryggishnappi frá Securitas og Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir Securitas beiðni.
4 - Uppsetning
Tæknimaður Securitas mætir heim til þín, setur hnappinn upp, gengur frá öllu, kennir þér á tækið, útskýrir ferlið sem fer í gang þegar ýtt er á hnappinn, sér um skráningu allra nauðsynlegra upplýsinga og fær afhenta lykla að húsnæði þínu.
5 - Öryggi 24/7
Að lokinni uppsetningu er öryggi þitt tryggt með 24 tíma öryggisþjónustu frá Securitas.
Sjúkratryggingar Íslands
Eyðublað til að sækja um styrk vegna leigu á öryggishnapp frá Securitas hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar
Hafþór Theódórsson
Öryggisráðgjafi
Heiða Björk Júlíusdóttir
Öryggisráðgjafi
David Trevor
Öryggisráðgjafi
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000
og fáðu nánari upplýsingar um öryggishnappinn og hvað hann getur gert fyrir þig og þína.